Staða: 50% (þann hálfnað ) (hálfnað )

Salvör Gissurardóttir tók saman

vor 2019

breyta

Hér eru wikilexíur 2020

Hér eru wikilexíur nemenda vorið 2019

vor 2016

breyta

Hér eru gamlar upptökur um hvernig ég skrifaði wikilexíu um glerblástur (athuga að umhverfið hefur dáldið breyst á wikipedia) http://mennta.hi.is/kennsla/fyrirlestrar/salvor/wikibok/video.htm

Wikibók - glerblástur 1 ( 6 mín. nýskráning, innskráning, byrjun wikibók)
Wikibók - glerblastur 2 (5. mín búa til kafla, setja inn texta)
Wikibók glerblastur 3 (7. mín setja inn myndir)
Wikibók - glerblástur 4 (9. mín tengingar við íslenskar og enskar wikipedia greinar )
Wikibók glerblástur 5 (8 mín. tenging í ítarefni t.d.. youtube vídeó)

Ef þú vilt setja krossapróf í lexíuna þína skaltu afrita það héðan og setja inn þínar spurningar: krossapróf

Lexíur frá vori 2016

Inngangur

breyta

Þetta er fræðsluefni fyrir kennara og kennaranema í hvernig á að nota wiki og wikikerfi, sérstaklega hvernig sett er efni inn í wikibækur á is.wikibooks.org. Alfræðiritið Wikipedia og kennslubókakerfið Wikibooks nota hugbúnaðinn Mediawiki og grunnskipanir í wiki eru þær sömu. Það gilda hins vegar ákveðnar ritreglur um hvernig skrifa á greinar í alfræðiritið Wikipedia en formið er frjálsara varðandi wikibækur. Skoðaðu íslensku handbók Wikipedia

Hér eru nokkrar skipanir

Að byrja nýja síðu

breyta

Allir, þar á meðal þú geta búið til síður á Wikibækur! Skrifaðu titilinn á síðunni hérna fyrir neðan, smelltu á hnappinn og byrjaðu að skrifa:


Undirkafla í wikibók gerir þú með að fara á aðalsíðu og skrifa /nafn á undirkafla. Sjáðu dæmi í wikibókinni Grýla. Þar fær undirkaflinn heitið /Grýla/grýlumyndir og vísar á aðalsíðuna.

Tenglar og tengingar í greinar í Wikipedia

breyta

Tenglar skiptast í innri tengla, ytri tenglar og tungumálatenglar.

Innri tenglar Tenglar eru búnir til með tvöföldum hornklofum: [[Tengill]] og pípum (|). Málskipan þeirra er eftirfarandi:

  • [[Vefrallý]] er tengill í greinina Vefrallý.
  • [[Vefrallý|Spurningaleikur á Netinu]] er tengill í Vefrallý undir nafninu „Spurningaleikur á Netinu
  • [[Hugarkort]]agerð er styttri leið til að skrifa [[Hugarkort|Hugarkortagerð]]
  • Dýra[[frumur]] er styttri leið til að skrifa [[Frumur|Dýrafrumur]]


Tenglar úr íslenskri wikibók á önnur Wiki-verkefni

breyta

Þegar þú semur wikibækur þá getur þú á auðveldan hátt tengt í efni í wikipedia orðabókum á ýmsum tungumálum og wikibækur á öðrum tungumálum en íslensku. Þá þarftu ekki að útskýra hvað við er átt.

 

Tökum sem dæmi að ég sé að skrifa um w:netvarp og hvernig við getum notað w:streymimiðlun. Af því að það er bæði grein sen heitir netvarp og grein sem heitir streymimiðlun á íslensku wikipedia þá get ég vísað í þær greinar með því að skrifa w: fyrir framan orðin.

Það er gott að nota [[w:netvarp|netvarp]] ef allir nemendur geta hlaðið efni niður í [[w:iPod|spilastokkinn]] sinn.

Svona verður setningin inn í wikibók:

Það er gott að nota netvarp ef allir nemendur geta hlaðið efni niður í spilastokkinn sinn.


  • [[w:blágresi|blágresi] ] tengist í greinina blágresi á íslensku Wikipedia.
  • [[w:en:Indigo|blásteinn]] tengist í greinina Indigo á ensku Wikipedia undir nafninu blásteinn
  • [[w:fiskur|fiskur]] tengist í greinina fiskur á íslensku Wikipedia.
  • [[:en:Wikijunior_Big_Cats|Stór kattardýr]] tengist í færsluna Stór kattardýr á enska wikibókavefnum.
  • [[:en:Cell_Biology|Frumulíffræði]] tengist í bókina um Frumulíffræði á enska wikibókavefnum.
  • [[w:da:København|Kaupmannahöfn]] tengist í grein á dönsku um Kaupmannahöfn á danska Wikipedia.
  • [[w:sv:Pippi Långstrump|Lína langsokkur]] tengist í grein á sænsku Lína langsokk á sænska Wikipedia.
  • [[w:no:Norges kongerekke|Listi yfir norska konunga]] tengist í grein á sænsku Listi yfir norska konunga á norska Wikipedia.


w:en:nafn greinar w:da:heiti á dönsku|skýring í íslensku eða dönsku w:sv:sænska <br> w:de:þýska <br> w:no:norska <br> {{commons nafn á ensku}} <br>

Greinar geta líka verið upplestur (spoken Wikipedia) w:en:Wikipedia:WikiProject Spoken Wikipedia

Hægt er að hafa bakgrunn og texta í ákveðnum litum. Litanöfn eru skráð á ensku, hér er litasíða með listi yfir þá liti sem flestir nútíma vefskoðarar geta birt

Dæmi um bakgrunnslit:

Hérna skrifa ég texta með grængulum bakgrunni

Dæmi um textalit:

Þessi texti er skógargrænn

Myndir

breyta

Leyfi höfundarrétthafa verður að vera fyrir öllum myndum. Best er að myndir séu frá Commons.wikimedia.org. Þar er nú yfir 900 þúsund skrár.

Myndir, vídeó og hljóð

breyta

Skjákennsla frá Salvöru Gissurardóttur

breyta

Tenglar

breyta
 
Bæklingur frá Wikimedia Foundation á PDF sniði sem ætlað er að kynna Commons fyrir byrjendum.

Hvernig wiki fékk nafnið