<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Salvör Gissurardóttir


Inngangur

Þetta er sýnishorn og verkefnahugmynd af wikibók með undirköflum þar sem lesendur (nemendur) eiga að taka þátt í að bæta við bókina. Auðvelt er að gera undirkafla með því að setja skástrik fyrir framan nafn kafla. Hér er t.d. wikibókin Grýla og einn undirkaflinn er Grýla/grýlumyndir.

Fyrsta síðan eða efnisyfirlitið getur t.d. litið svona út:

Hér kemur námsefni um Grýlu fyrir nemendur í grunnskóla.
Fræðsla um Grýlu í gegnum aldirnar.
Hvernig er þín Grýla árið 2007?
Búðu til þína eigin Grýlu (ljósmynd, stuttmynd, saga, grýlukvæði).
Bættu þínu efni inn í safnið.

Ný tegund af skrifum nemenda

Kennarar sem nota wikilexíur fyrir nemendur sína geta líka útbúið lexíurnar þannig að nemendur taki þátt í að byggja upp námsefnið og bæta við gagnasafnið. Í þessu sýnishorni þá gerum við ráð fyrir að nemendur sem eru t.d. að vinna með jólaþema bæti myndum, sögum, hljóðskrám eða vídeó við það sem fyrir er. Þannig er þekkingarsafnið/námsefnið ekki endanlegt heldur verður líka til í vinnu nemenda.

Lesendur geta bætt við sínum sögum við efnisyfirlit (grýlusögur) þar sem hver ný saga er sérstök undirsíða á þennan wiki. Einfaldast er að láta nemendur bæta við myndum, hljóði og myndböndum með því að nota gallery skipunina.

Með því að byggja upp námsferli sem notar svona wiki þá verður námsvinna þ.e. vinna nemenda stór hluti af náminu og vinna nemenda er notuð til að byggja upp meira námsefni og allt efni er opin fyrir aðra nemendur meðan á vinnu nemenda stendur.


Hagnýt atriði - mynda og hljóðsöfn

Svona gæti gallery yfir myndir verið:

<nowiki> <gallery></nowiki>
Mynd:Jolakallar1.svg
Mynd:Jolakallar2.svg
Mynd:Jolastelpa1.svg
</gallery>

Notendur geta þá bætt við sinni mynd inn í gallery. Þeir þurfa fyrst að hlaða myndinni inn í wikikerfið og síðan kalla á myndina inn í myndasafninu með skipuninni Mynd:nafnið á myndinni

Það er líka einfalt að láta nemendur flokka myndirnar um leið og þeir hlaða myndum inn. Ef þeir skrifa í skýringar með myndum t.d. [[flokkur:jól]] eða [[flokkur:grýluverkefni]] þá verður gallery búið sjálfkrafa til á síðunni flokkur:jól eða flokkur:grýluverkefni

Það er farið alveg eins með hljóðskrár og myndbönd. Svona gæti gallery yfir hljóð og myndbönd sem nemendur safna litið út:

<gallery>
Mynd:I Saw Three Ships.ogg
Mynd:Jingle Bells.ogg
Mynd:Dance_Of_The_Sugar_Plum_Fairies.ogg
Mynd:Children Go Where I Send Thee .ogg
</gallery>

Það er hægt að bæta við fyrir aftan hljóðskrána pípu og skýringartexta svo hann birtist undir hljóðskránni.

Það er líka hægt að setja inn hljóð með því að skrifa t.d.[[Mynd:Jingle Bells.ogg]]


Hvað er einfaldast

Einfaldast er að flokka gögnin beint um leið og þeim er hlaðið inn. Það er líka einfalt að gera sérsök myndaalbúm eða gallery. Það er líka hægt að búa til snið sem auðvelda notendum að bæta við efni.

Tenglar