Þessi fróðleikur um origami er almenns eðlis og ætlaður þeim sem hafa áhuga á origami og langar að vita aðeins meira. Að búa til origami krefst ýmissa hluta af þeim sem er að læra þessa list. Það má segja að það þurfi slatta af þolinmæði sem er kostur sem allir eiga að reyna að temja sér. Það þarf að grúska smá á netinu til þess að finna góðar leiðbeiningar og síðan en ekki síst er hægt með þessari iðju að eiga notalega stund með fjölskyldunni.
Origami er japönsk pappírsbrots list. Ori þýðir „að brjóta“ og kami þýðir „pappír“. „Kami“ verður „gami“ við hljóðbreytingu (rendaku) í japönsku.

Origami listaverk verður til þegar miserfið pappírsbrot eru endurtekin á ýmsan hátt eftir því hversu viðamikið verkefnið er. Frægasta origami listaverkið er líklega tranan (ens: the crane).
Það eina sem til þarf við origami smíð er pappír og smá þolinmæði. Pappírinn í nútíma origami er yfirleitt ferningslaga og misjafnt hvort pappírinn er einlitur eða mynstraður.
Fyrr á öldum var frjálslegra hvernig pappírinn var skorinn og eins var líka klippt í pappírinn. Núna telst það vera Kirigami ef notuð eru skæri við pappírslistaverkið.

Sagan segir að Japanir hafi byrjað að brjóta blöð og skapa úr þeim þrívíð form þegar Buddah munkar komu með pappír til Japans á sjöundu öld eftir Krist. Fyrstu rituðu heimildir geta um notkun á pappírsbroti við brúðkaup í ljóði frá árinu 1680. Ljóðskáldið Ihara Saikaku segir þar frá hefðbundnu pappírsfiðrildi.
Á sautjándu öld varð sú hefð til að gefa Noshi sem er pappírsbrot fyllt með þurrkuðum sjávarréttum eða þurrkuðu kjöti og festa við gjafir sem tákn um gæfu. Pappírsbrotið þróaðist síðan sem tómstundaiðja og fljótlega voru gefnar út bækur sem sýndu hin ýmsu brot. Í Evrópu þróuðust á svipuðum tíma servíettubrot ekki ósvipuð japönsku pappírsbrotunum.

Með opnun landamæra Japans í kringum 1860 og aukinni alþjóðavæðingu streymdu nýjir straumar til Japan. Þar á meðal hugmyndir um þýsk pappírsbrot kennd við Friedrich Fröbel upphafsmann leikskólans “ Kindergarten”. Þegar þarna var komið varð orðið origami til sem list og hinar ákveðnu hugmyndir um að pappírinn ætti að vera ferningslaga og að ekki ætti að nota við listsköpunina.

 
Tranan, helsta táknmynd origami

Þúsund trönur

breyta

Origami tranan er orðið helsta táknmynd origamis. Það er til þjóðsaga sem segir að ef einhver býr til þúsund trönur eigi ósk hans að uppfyllast. Það er til saga af japanskri stúlku Sadako Sasaki sem varð fyrir geislun frá kjarnorkusprengingunni í Hiroshima aðeins tveggja ára gömul. Afleiðingar geislunarinnar urðu þær að hún fékk hvítblæði. Hún ákvað að búa til þúsund origami trönur til að bjarga heilsunni sinni. Hún náði ekki að klára þúsundu trönur áður en hún dó tólf ára gömul. Bekkjarsystkini hennar kláruðu verkið og þær voru settar í gröf hennar. Sadako til heiðurs var byggð stytta af henni þar sem hún heldur á origami trönu hátt yfir höfði sér og er að hefja hana til flugs.

Pappírinn

breyta

Pappírinn sem notaður er í origami er af ýmsum gerðum. Yfirleitt er hann þó litaður eða mynstraður á annarri hliðinni en hvítur á hinni. Hægt er að kaupa sérstaklega skorinn origami pappír í fjölmörgum og litasamsetningum og óteljandi mynsturtegundum. Eins eru seldar margar stærðir af origami allt frá 2,5 sm og uppúr. Algengasta stærð út úr búð er 15 sm. Þykktin á pappírnum fer aðalega eftir því hvað á að búa til. Hefðbundin ljósritunarpappír sem er 70-90 g/m2 er hentugur í flestar gerðir af origami. Þykkari pappír er notaður í vatnsbrot sem verður ekki fjallað um hér.

Bækur, vefsíður og fleira

breyta

Aragrúi af bókum er til um hvernig á að búa til origami. Eins má finna á netinu endalaust leiðbeiningar sem kenna origamigerð. Á YouTube má finna mörg myndbönd sem sýna skref fyrir skref hvernig hægt er að brjóta hitt og þetta í origami. Á Íslandi er starfrækt samfélag áhugafólks um Origami.


Krossapróf

breyta

1 Hvað þýðir origami?

pappír og skæri
skæri og lím
lím og pappír
pappír og brot

2 Hverjir eru taldir hafa komið með pappír til Japans?

Inkar
Búddah munkar
Íslenskir sjómenn
Breskir kaupmenn

3 Hvaða þyngd af pappír er best að nota?

70-90 g/m2.
90-110 g/m2.
110-130 g/m2.
130-150 g/m2.

4 Sagan segir að sá sem býr til þúsund trönur er að því vegna þess að

það boðar sólríkt sumar.
boðar góðan skíðavetur.
það uppfyllir óskir.
það færir heppni.


Ítarefni

breyta

http://www.nippon.is/menning/origami/
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/14/merki_mosfellsbaejar_buid_til_ur_timaritum/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/370026/
https://web-japan.org/kidsweb/virtual/origami2/exploring04.html
https://www.facebook.com/Origami-%C3%8Dsland-1474319086225846/
https://is.wikipedia.org/wiki/Origami
https://en.wikipedia.org/wiki/Origami
https://en.wikipedia.org/wiki/Noshi
https://en.wikipedia.org/wiki/Edo_period
https://en.wikipedia.org/wiki/History_of_origami
https://en.wikipedia.org/wiki/Grammage
http://www.origami-instructions.com/index.html
https://www.youtube.com/user/origamiinstructor/playlists

Heimildir

breyta