== Hafnarfjörður: ==

Hafnarfjördur, view of the central part of the town

Höfundur: Sigríður M Einarsdóttir. Með þessari wikibók um Hafnarfjörð er markmið mitt að geti hentað t.d sem námsefni í landafræði eða svo sem námsefni í menningu eða ferðamálum. Hentar á skólastigi frá miðdeild grunnskóla og alveg upp í framhaldsskóla. Ég mun fara stutt yfir söguna,íbúafjölda, mannlífið,helstu menningarstaði, atvinnulífið og ferðaþjónustu í bænum.

Hafnarfjordur map
Hafnarfjörður Coat of Arms

Saga Hafnarfjarðar:

breyta

Árið 1794 keypti Bjarni Sívertsen verslunarhús konungsverslunarinnar. Hann gerðist brátt umsvifamikill kaupmaður og útgerðarmaður. Hann keypti gamlar bújarðir í landi Hafnarfjarðar og kom upp skipasmíðastöð. Bjarni varð einn af fyrstu Íslendingunum til að fá verslunarleyfi eftir að danska einokunarverslunin var lögð niður. Vegna umsvifa sinna í Hafnarfirði hefur hann oft verið nefndur faðir Hafnarfjarðar.

 
Memorial of Bjarni Sívertsen

Frá árinu 1787 til 1908 voru flestir kaupmenn í Hafnarfirði danskir. Einn norskur kaupmaður var þar, Hans Wingaard Friis frá Álasundi í Noregi og hann búsettist í Hafnarfirði. Í upphafi tuttugustu aldar fór íslenskum kaupmönnum hins vegar að fjölga, en þeim dönsku fór fækkandi að sama skapi.[2] Fyrst til að byrja með, eða árið 1878 var Hafnarfjörður hluti af Garðahreppi. Hafnarfjörður hafði þá sérstöðu að vera með góð hafnarskilyrði og reyndu því mikið til að fá sjálfstæð kaupstaðaréttindi. Hugmyndin að sjálfstæði kaupstaðarins kom fyrst fram árið 1876 og upp úr því hófst baráttan sem stóð til 1907 þegar Hafnarfjörður hlaut loksins sjálfstæð kaupstaðarréttindi.

 
Hafnarfjörður, Iceland 2017


Íbúafjöldi:

breyta

Íbúafjöldi í Hafnarfirði þ. 1.1.2018 var 29.412. Gríðarleg aukning hefur orðið í sveitafélaginu á síðastliðnum árum. Sem dæmi má nefna að árið 2008 eða fyrir um 10 árum voru íbúar um 25000. Lúðvík Geirsson þáverandi bæjarstjóri afhenti einmitt Hafnfirðingi númer 25000 gjöf og heiðursskjal að því tilefni. https://is.wikipedia.org/wiki/Hafnarfj%C3%B6r%C3%B0ur

Menning og listir í Hafnarfirði:

breyta

Eins og áður segir á Hafnarfjörður sér langa sögu og fékk sjálfstæð kaupstaðaréttindi árið 1907. Hafnarfjörður hefur staðið sig vel í að varðveita söguna og þar má nefna sem sér um að varðveita söguna bæði með ýmsum minjum og ljósmyndum.Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Hlutverk þess er að safna og skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi. Minjasvæði Byggðasafns Hafnarfjarðar er Hafnarfjörður og nágrenni hans.

 
Hafnarfjördur museum

Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Hlutverk þess er að safna og skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi. Minjasvæði Byggðasafns Hafnarfjarðar er Hafnarfjörður og nágrenni hans. Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. Á sýningunni „Þannig var...” er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda, teikninga, kvikmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Þar er hægt að fræðast um þýska og enska tímabilið í sögu bæjarins, verslunarsöguna, útgerðarsöguna, íþróttasöguna, hernámið, kvikmyndahúsin og margt fleira. Byggðarsafnið samanstendur af fimm húsum og þau eru:

Á efstu hæð Pakkhússins er að finna leikfangasýningu safnsins. Sýning þessi, sem hið margverðlaunaða enska sýningafyrirtæki Janvs Ltd hannaði, er sérstaklega ætluð börnum. Á Byggðasafni Hafnarfjarðar er varðveitt stórt safn leikfanga og er hluti þess á sýningunni. Mununum er skipt reglulega út og því er alltaf eitthvað nýtt að sjá á leikfangasýningu Byggðasafnsins.

Í forsal Pakkhússins eru settar upp nýjar þema- og farandsýningar á hverju vori og standa þær sumarlangt. Þeim er ætlað að varpa ljósi á ákveðin tímabil eða atburði í sögu bæjarins og nágrenni hans en þó eru einnig settar upp farandsýningar erlendis frá. http://museum.hafnarfjordur.is/pakkhusi.html

Þar er sýnt hvernig yfirstéttafjölskylda í Hafnarfirði bjó í upphafi 19.aldar og þar er einnig farið yfir sögu Bjarna Sívertsen. Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. Hann var mikill athafnamaður í Hafnarfirði á árunum 1794-1830 og rak þá útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Bjarni var einn af fyrstu Íslendingunum til að fá verslunarleyfi hér á landi eftir daga einokunarverslunarinnar og hefur fengið viðurnefnið „faðir Hafnarfjarðar”. Húsið hefur verið gert upp í upprunalega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans. [[1]]

 • Siggubær Erlendur Marteinsson sjómaður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið og bjó þar allt til ársins 1978, þegar hún fluttist á elli- og hjúkrunarheimilið Sólvang. Bær hennar er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns og sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar, þar sem hægt er að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.
   
  Hafnarfjördur, Siggubaer, house of a worker from 1902-3

Þar er varðveitt hús og er sem sýnishorn hvernig líf verkamanns og sjómanns var á fyrri hluta 20.aldar. http://museum.hafnarfjordur.is/siggubar.html

 • Bungalowið var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Bookless árið 1918 en þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Þeir voru áhrifamiklir og langstærstu atvinnurekendur í bænum um árabil.

Eftir daga Bookless Bros tók annað breskt fyrirtæki, Hellyer Bros Ltd, frá Hull við eignum fyrirtækisins og rak blómlega útgerð um tíma. Húsið var opnað eftir endurbætur árið 2008 og er þar að finna sýningu um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar auk þess sem þar má sjá stássstofu þeirra Booklessbræðra. Þar er að finna sýningu um erlendu útgerðina í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar og einnig má sjá stásstofu Booklessbræðra

Það er verslunarminjasafn. Húsið var byggt árið 1906 og stóða alla tíð á Strandgötunni þar sem hefur verið og er aðalverslunargata Hafnarfjarðar í miðbænum.

Aðgangur er ókeypis fyrir alla í Byggðarsafnið.

Hafnarborg

breyta
 • [[2]] Býður upp á margs konar listasýningar allan ársins hring. Þar má meðal annars finna fjölmörg listaverk eftir listmálarann Eirik Smith sem er í eigu Hafnarfjarðar. Tónleikar skipa einnig stóran sess í viðburðum staðarins og eru hádegistónleikar í klassískri og kammertónlist reglulega haldnir.
 
Hafnarborg- mynd

Bókasafn Hafnarfjarðar

breyta

http://www.bokasafnhafnarfjardar.is/ Er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar og þar má finna bókasafn á þremur hæðum sem þjónar vel íbúum bæjarins fyrirtækjum og stofnunum.

Bæjarbíó

breyta

Bæjarbíó er einn mest sótti menningarstaður í Hafnarfirði í dag. Bæjarbíó var stofnað 1945 og er elsta starfandi kvikmyndahús landsins og á sér orðið langa sögu og er ein merkasta heimild Íslenskrar kvimyndasögu. Upphafið má rekja altt aftur til seinnistríðsáranna, nánar tiltekið septemberloka ársins 1941. Þá lá fyrir umsókn tveggja einstaklinga um leyfi til kvikmyndasýninga. Á bæjarstjórarfundi þar sem erindið var tekið fyrir var Emil Jónssyni, Friðjóni Skarphéðinssyni og Lofti Bjarnasyni falið að athuga hvort Hafnarfjarðarbær sjálfur gæti komið upp bíói fyrir kajupstaðinn. Um hálfu ári síðar, eða í mai 1942 samþykkti bæjarstjórnin að reisa hús, teiknað af Sigmundi Halldórssyni húsasmíðameistara, sem myndi halda bæði utan um rekstur kvikmyndahúss auk skrifstofuaðstöðu fyrir starfsemi bæjarins. Rúmum 2 árum seinna, á lýðsveldisárinu 1944 var búið að reisa Bæjarbíó og sýningar hófust í byrjun árs 1945. Starfsemi Bæjarbíós gekk gríðarlega vel og var þvílík upplyfting fyrir menningarlíf bæjarbúa. Eftir að sjónvarpið kom til Íslands varð mikil lægð í öllum kvikmyndahúsum landsins og fékk Bæjarbíó að finna fyrir henni. Undanfarin ár hefur Bæjarbíó þjónað mikilvægu menningalífi bæjarbúa á ný og þá aðallega í formi tónleikahalds og hefur staðurinn verið gerður fallega upp og öllu haldið í eins mikilli upprunanlegri mynd og kostur er,enda ákaflega fallegt hús að innan og þykir hljómburður afar góður að mati tonlistarfólks. Það eru þeir Páll Eyjólfsson og Pétur Stephensen sem tóku við rekstrinum og reka það i núverandi mynd.

Þar sem Hafnarfjörður var þekktur fyrir á árum áður var sjávarútvegur. Íshús Hafnarfjarðar gegndi mikilvægu hlutverki í alls kyns atvinnu tengdan sjómennskunni og sjávarútvegi. Þarna höfðu margir Hafnfirðingar atvinnu. Hafnfirðingar gátu einnig leigt sér hólf í íshúsinu, en það var fyrir tíð frystikista. Síðastliðin 15 ár hefur nánast engin starfsemi verið í húsinu fyrir utan að hýsa ís fyrir fyrir fiskmarkaðinn. Árið 2014 voru gerðar töluverðar breytingar og endurbætur á húsnæðinu og hýsir nú um 30 listamenn og hönnuði af ýmsu tagi og hefur orðið gríðaleg upplyfting í lista og menningalífi bæjarins.

Atvinnulíf og þjónusta

breyta

Í Hafnarfirði er ansi fjölbreytt atvinnulíf. Bærinn hefur vaxið og dafnað í gegnum aldirnar má segja. Hann hefur farið frá íbúafjölda um 1500 manna sjávarþorpi í tæplega 30 þúsund íbúa bæjarfélag. Fiskveiðar og fiskverkun er eins og með mörg bæjarstæði á árum áður var helsta atvinnugreinin. Nú er atvinnan heldur fjölbreyttari. Grunnskólum og leikskólum hefur að sjálfsögðu fjölgað mikið í takt við fólksfjölgunina þannig að atvinna í tengslum við þá hafa vaxið gríðarlega. Mikil aukning hefur orðið á allri þjónustu í Hafnarfirði]] og þar má nefna matvöruverslanir,verslunarmiðstöð,tvær heilsugæslustöðvar,margar hársnyrtistofur,snyrtistofur og fjölbreyttar verslanir með fatnað o.fl. Einnig hefur veitingastöðum og kaffihúsum fjölgað mikið á undanförnum árum við mjög góðar undirtektir bæjarbúa. Ferðaþjónustan í Hafnarfirði hefur eins og á mörgum stöðum á landinu vaxið og dafnað undanfarin ár. Á vef Hafnarfjarðar má finna margvíslega þjónustu og upplýsingar ym bæinn.https://www.hafnarfjordur.is/

Ferðaþjónusta

breyta

Hafnarfjörður hefur upp á mikla möguleika að bjóða í ferðaþjónustu. Í bænum er m.a fallegur stór golfvöllur, þrjár velútbúnar sundlaugar,fjölbreytt söfn eins og talað var um hér að ofan, sérverslanir af ýmsu tagi sem bjóða upp á íslenska hönnun. Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða vel útbúið tjaldsvæði á Víðistaðatúni. Fallegar náttúruperlur Hafnarfjarðar og nágrenni eru fjölmargar og má þá nefna eina slíka við Hvaleyrarvatn.

 
Hvaleyrarvatn

Hafnarfjörður er stundum nefndur álfa og víkingabærinn vegna hversu mikið hraun bærinn er byggður á og búið er að kortleggja álfabyggðir víða um bæinn. Fjörukráin

 
Hafnarfjördur, Viking Village (tourist attraction)-4

er byggð í víkingastíl og hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. Á þjóðhátíðardag íslendinga þ. 17 júní er haldin víkingahátíð í bænum og koma þar víkingar alls staðar af úr heiminum til að taka þátt í þeim fögnuði. Hestamannafyrirtækið Íshestar er eitt öflugasta fyrirtæki lanndsins á sviði hestamennsku og býður upp á ferðir m.a fyrir hópa. Um jólin er sett upp lítið Jólaþorp í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem er að finna ýmsa hönnun og handverk. Síðasta vetrardag byrjar viðburður í Hafnarfirði sem nefnist Bjartir Dagar þar sem fjölbreytt dagskrá er í boði og má þar nefna tónleikarnir Heima]] þar sem Hafnfirðingar bjóða heim til sín og þekktir sem óþekktir tónlistamenn mæta heim til þeirra í stofu og halda tónleika fyrir bæjarbúa. Hellisgerði er fallegur skrúðgarður í hjarta bæjarins sem er afar fallegur í öllum sínum blóma á sumrin. Þar má finna Bonsai trjáreit og sagan segi að álfarnir hafi hreiðrað um sig í Hellisgerði.

Spurningar

breyta
 1. Hvað eru margir íbúar í Hafnarfirði?
 2. Hvað er Bæjarbíó og hvenær var það stofnað?
 3. Hvað er Hafnarfjörður stundum kallaður?
 4. Hvenær fékk Hafnarfjörður sjálfstæð kaupstaðarréttindi?
 5. Hver var Bjarni Sívertsen?

Krossapróf

breyta

1 Í Byggðarsafni Hafnarfjarðar er:

Beggubúð
Bæjarbíó
Hellisgerði
Hafnarborg

2 Sívertsen húsið er:

elsta hús í Hafnarfirði
viðurðarstaður
listahús
ljósmyndasýning

3 Hvert af eftirtöldu er menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar?

Bungalow
Siggubær
Strandhúsið
Hafnarborg

4 Í hjarta Hafnarfjarðar má finna fallegan skrúðgarð, hann heitir:

Víðistaðatún
Hellisgerði
Hafnargarður
Fjarðargerði


Heimildir og ítarefni

breyta