Harry Potter
Höfundur : Elísabet Kr. Kristmundsdóttir
Þessi síða fjallar um Persónur í Harry potter og er ætluð öllum þeim sem langar að kynna sér persónur bókanna/myndanna. Harry Potter er ekki barna bók og þess vegna hentar þessi sýða öllum sem hafa áhuga. Á þessari síðu er leitast við að nýta sér áhugamál nemenda og bókmenntir til kennslu í grunnskóla.
Harry Potter
breytaEru ævintýrabækur eftir J. K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter sem lendir í allskonar háska og ævintýrum með vinum sínum Ron Weasley og Hermione Granger. J.K. Rowling var óþekktur höfundur áður en hún gaf út Harry Potter bækurnar en er í dag með þekktari rithöfundum heims. Bókaflokkurinn saman stendur af 7 bókum en þær eru[1]
- Harry Potter og viskusteinninn
- Harry Potter og leyniklefinn
- Harry Potter og fanginn frá Azkaban
- Harry Potter og eldbikarinn
- Harry Potter og Fönixreglan
- Harry Potter og blendingsprinsinn
- Harry Potter og dauðadjásnin
Einnig eru til aukabækur sem tengjast efninu en þær nefnast:
Aðalpersónur
breytaAðalpersónur bókana eru 3 þau Harry, Ron og Hermione. Þegar bækurnar hefjast þekkjast þau ekki en kynnast von bráðar þegar þau hittast á leiðinni til Hogwartsskóla en Hogwarts er skóli fyrir galdramenn og nornir. Í upphafi eru strákarnir þó ekki sérstaklega hrifnir af Hermione en síðar meira eiga þau eftir að vera bestu vinir og lenda í ótrúlegustu atburður saman.
Harry Potter
breytaHarry Potter er aðalpersóna númer eitt eins og nafn bókanna gefur til kynna. Þegar að bókin hefst er Harry ný orðin munaðarlaus og er skilinn eftir á tröppunum hjá frænku sinni og frænda. Þau kæra sig lítið um hann og eru ekki sérstaklega góð við hann. Hann t.d sefur í kompu undirstiganum þegar hann passar þar og þarf að lifa við ástlaust heimili næstu 11 árin. Á 11 ára afmælisdaginn hans kemst hann að því að hann er galdramaður og að foreldrar hans skildu eftir mikinn auð fyrir hann sem hann hefur nú aðgang að. Harry Kemst fljótlega að því að hann er frægur meðal galdramanna fyrir það að hafa sigrað Voldemort, einn versta galdramanna allra tíma. En það gerði Harry þegar hann var einungis smábarn.
Eftir að Harry hefur skólagöngu sína í Hogwarts kynnist hann Ron og Hermione sem eiga eftir að verða bestur vinir hans. En hann kynnist líka Draco Malfoy sem Harry lýst ekkert alltof vel á strax frá byrjun. Í gegnum söguna og bækurnar 7 og bíomyndinrnar 8 lendir Harry í alskonar uppákomum skemmtilegum, erfiðum og jafnvel lífshættulegum.
Ronald (Ron) Weasley
breytaRon Weasley er besti vinur Harry. Ron er alinn upp af galdrafjölskyldu og hefur alla sína tíð vitað að hann væri galdramaður. Ron er næst yngstur af 7 systkinum, hann á 5 bræður og eina yngri systir. Ron er rauðhærður líkt og allir í fjölskyldunni hans, hann er mjög hávaxinn með frekknur. Ron er mjög seinheppinn og getur verið mikill klaufi. Ron og Harry verða bestu vinur frá fyrstu kynnum og þó svo að það slettist stundum uppá vinskapinn þá verða þeir alltaf vinir aftur. Í gegnum bækurnar lenda þeir félagar í mörgum ævintýrum sem engir unglingar ættu að þurfa að lenda í.
Hermione Granger
breytaHermione er annar besti vinur Harry þó svo að hún kynnist þeim Ron ekki allveg strax og að í byrjun lýst þeim ekkert voða vel á hana. Hermione er alin upp af Muggum en foreldrar hennar starfa sem tannlæknar og veit hún ekki að hún er norn fyrr en hún fær bréf frá Hogwartsskóla þegar hún er 11 ára gömul. Hún er mjög gáfuð og það er fátt sem hún hefur ekki lesið sér til um og veit nú. Í byrjun finnst strákunum hún vera dálítið stjórnsömu og þykjast vita allt en þega á reynir er það oft hún sem bjargar þeim úr hættum með snilligáfu sinni.
Lord Voldemort/Tom Riddle
breytaVoldemort er ein af aðalpersónum sögunar en hann er eins og sagt er vondi karlinn í þessari sögu eða galdramaður sem aðhyllist myrkuöflinn og erkióvinur Harry Potter. Hann vill losa galdraheiminn við alla sem eru ekki með hreint blóð s.s. þá sem eru fæddir inn í mugga fjölskyldur eða blandaðar fjölskyldur mugga og galdramanna. Voldemort er mjög máttugur galdramaður einn sá máttugasti í galdraheiminum, það eru mjög margir sem óttast hann. Hann á sér hóp fylgismanna sem eru kallaðir dráparar, margir eru dráparar einungis vegna þess að þeir eru hræddir við að óhlýðnast Voldemort en þó eru einhverjir sem aðhyllast myrkuöflinn og vilja taka þátt í að útrýma muggum. Það er Voldemort að kenna að Harry er munaðarlaus, en hann myrti foreldra hans þegar hann var Harry var einungis smábarn.
Aukapersónur
breytaÍ bókunum og myndunum er fjöldin allur af aukapersónum , galdrafólk, muggar, álfar, tröll og allskonar skrímsli og furðuverur sem lita sögurnar með skemmtilegum og fjölbreyttum hætti. Hér fyrir neðan verða nokkrar þeirra nefndar.
-Albus Dumbledor: Skólastjóri Hogwarsskóla stofnandi Fönixreglunar sem barðist gegn Voldemort.
-Weasley Fjölskyldan : Fjölskylda Ron samanstendur af Arthur, Molly, William, Charley, Percy, Fred, George, Ron og Ginny. Weasley fjölskyldan er miklir vinir Harry Potter og dyggir stuðningsmenn hans á móti Voldemort.
-Sirius Black Guðfaðir Harry Potter, einn besti vinur foreldra hans og meðlimur í Fönixreglunni
-Dursley Fjölskyldan. Fjölskyldan sem Harry neiðist til að búa hjá eftir að foreldrar hans eru myrtir
Spurningar
breyta- Hefur þú séð eða lesið Harry Potter? hver er uppáhalds persónan þín og afhverju ?
- Ef þú hefðir einn ofurkraft hver væri hann og afhverju?
- Værir þú til í að ganga í galdraskóla afhverju og afhverju ekki?
Verkefni
breyta- Persónusköpun: Búið til ykkar eigin galdramann/galdranorn. byrjið á því að hugsa hvernig þið viljið að persónan líti út og skrifið hjá ykkur t.d. hárlit,augnlit, líkasmbyggingu og í hvernig fötum þið viljið hafa persónuna. Næst er að hugsa hvernig manneskja persónana ykkar er skrifið stutta umfjöllun um persónuna ykkar og nefnið 5 kosti og 3 galla við persónuna. Þegar þið eruð búin að skapa persónuna þá er að teikna hana upp á blað og lita hana. hengið svo alla galdramennina og nornirnar saman uppá vegg.
- Búa til sprota : horfið á kennslu myndbanið og prufið að búa til ykkar eigin sprota. https://www.youtube.com/watch?v=xBdzVhR8vAQ
- Búa til galdur: Finnið á netinu eða í bókum 4 galdra sem eru í bókunum/myndunum og hvað hver þeirra gerir. búið síðan til 1 galdur sjálf skrifið hvað hann heitir, hvernig hann er borinn fram og hvað hann gerir.
Krossapróf
breyta