Höfundur: Örvar B. Eiríksson

Stofnun

breyta
 
Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa um 1900

Milljónafélagið, eða P. J. Thorsteinsson & Co., eins og það hét í raun var stofnaði í Kaupmannahöfn 23. Mars 1907. Stofnendur félagsins voru kaupmennirnir Thor Jensen og Pétur J. Thorsteinsson ásamt þremur dönskum athafnarmönnum. Stofnfé félagsins átti að vera ein milljón ískr. sem þótti stórfé á þeim tíma þar sem útgjöld Landsjóðs var í kringum 1,5 milljón ískr. Þ.a.l. var félagið alltaf kallað Milljónafélagið. Þó að aldrei hafi náðst þessi milljón í stofnfé, heldur hafi sú upphæð verið nær 800 þús þá var félagið langstærsta útgerðarfélag landsins á við stofnun þess og eftir fall þess liðu mörg ár þar til álíka stórt félag leit dagsins ljós á Íslandi.

Uppbygging félagsins í Viðey

breyta

Milljónafélagið var með starfsemi víða um land og má þar nefna Þingeyri, Patreksfjörð, Bíldudal og Reykjavík en höfuðstöðvum félagsins var valinn staður í Viðey þar sem aðeins bjuggu 19 manns. Viðey var í eigu Eggerts Briem, tengdasonur Péturs, og leigðu þeir 40 hektara spildu á austurenda hennar og hófu þar framkvæmdir. Engin hafskipahöfn var við Faxaflóa en þarna var gott aðdýpi og nægt landrými. Keypti félagið tvær stórar bryggjur og hvalveiðistöð sem voru rifin og efnið notað til að byggja bryggjur og fjölda hús í Viðey. Voru byggð íbúðarhús, verbúð, nokkur fiskverkurnarhús, kolageymsla, vöruhús, dælustöð, vatnstankur auk fleiri húsa. Í febrúar 1908 lagðist fyrsta skipið að Viðeyjarbryggju og í ágúst sama ár hófst þar fiskverkun. Skömmu áður hafði félagið keypt alla eyjuna og rak mjólkurbú í stóru fjósi sem stóð nærri Viðeyjarkirkju og Viðeyjarstofu.

Umsvif félagsins í Viðey

breyta
 
Saltfiskverkun í Viðey 1912

Árið 1912 var Viðey önnur mesta uppskipunarhöfn landsins og þegar mest var komu 368 skip í Viðeyjarhöfn á einu ári. Auk togara félagsins sem lönduðu í Viðey voru fleiri útgerðir með löndunarsamninga við félagið auk þess sem höfnin afgreiddi skip um kol, salt, vatn og olíu. Danska olíufélagið D.D.P.A var skipaði sinni olíu upp í Viðey og var reistur stór olíutankur til þess. Sameinaða Danska Gufuskipafélagið (D.F.D.S.) skipað auk þess sínum vörum upp í Viðey í vöruhús og kolaplan sem byggt var sérstaklega til þess. Danski flotinn kom líka til Viðeyjar til að fá kol og aðrar nauðsynjar fyrir skip sín sem notuð voru við Ísland. Mest voru 75 manns með skráða búsetu í Viðey en það var 1913 en fjöldi fólks sótti þangað vinnu og mest hefur fjöldinn farið í um 240 manns. Það var ekki fyrr en 1913 að hafnarframkvæmdir hófust í Reykjavík og litu sumir á Viðey sem ógn við hana og tvisvar var því hafnað að Viðey yrði löggiltur verslunarstaður.

Endalok Milljónafélagsins

breyta

Félagið var risi á brauðfótum og var það rétt rúmlega ársgamalt þegar bera fór á ósætti innan þess og gekk Pétur úr því í árslok 1908. Um svipað leiti fór Thor að hafa efasemdir um stöðu þess því hann átti í vandræðum með að koma skipum þess til veiða sökum fjárskorts. Thor sagði skilið við það í árslok 1912 og ársbyrjun 1914 var reksturinn stöðvaður. Í uppgjöri félagsins kom í ljós að skuldir þess voru í kringum 3 milljónir ískr. Erfitt reyndist að útskýra allar þessar skuldir því félagið hafði verið rekið með hagnaði öll árin nema eitt.

Spurningar og verkefni

breyta

1. Hvaða Íslendingar komu að Milljónafélaginu og hvað störfuðu þeir lengi í því?

2. Nefndu nokkrar af þeim byggingum sem byggðar voru í Viðey?

3. Hvaða dönsku aðilar sóttu þjónustu til Viðeyjar?

4. Af hverju var Viðey fyrir valinu sem aðal starfsstöð Milljónafélagsins?


Krossaspurningar

breyta


1 Hvenær var Milljónafélagið stofnað?

24. des 1920
12. jan 1899
28. ágúst 1914
23. mars 1907
8. maí 1943

2 Hvað hét Milljónafélagið í raun?

J. J. Jónsson og synir
P. J. Thorsteinsson & Co.
S. V. Skarfason og vinir
J. P. Þorsteinsson og Com
V. Á. Hellingur og meira

3 Hvaða dönsku félög geymdu varning sinn í Viðey?

A.B.C.D. og L.W.X.U.
L.F.C og M.U.T.D.
A.S.D.F. og H.J.K.L.
O.S.F.R. og U.O.C.V.
D.D.P.A og D.F.D.S.

4 Hvað bjuggu margir í Viðey árið 1913?

113
19
75
51
99


Heimildir

breyta