Þetta verkefni er ítarefni með námsbókinni Evrópa sem kennd er í 7. bekk.

Þetta námsefni er um höfuðborg Frakklands sem heitir París. Hér getur þú fundið upplýsingar um helstu staði sem skemmtilegt er að skoða þegar þú ferðast til Parísar. Þú finnur líka nokkur verkefni um París, bæði krossaspurningar og svo þarft þú líka að svara nokkrum spurningum skriflega. Þegar þú ert búinn að vinna þetta verkefni ættir þú að vera búinn að læra töluvert um höfuðborg Frakklands.

París


París

breyta

París er höfuðborg Frakklands og er í héraðinu Île-de-France. Hún er talin rómantískasta borg heimsins.

Íbúar Parísar eru um 65 milljón talsins og stærð borgarinnar er 547.00km²

París er gömul borg sem er byggð umhverfis litla eyju í ánni Signu. Oft er talað um að hjarta Parísar sé á þessari eyju. Kirkjan Notre Dame er á þessari eyju.

 
Eiffel Turninn

Eiffel turninn

breyta

Eiffel turninn er eitt frægasta mannvirki Parísar. Þessi turn var byggður fyrir heimssýninguna árið 1889 og það átti að rífa hann niður aftur. Turninn var byggður til minnis um að þá voru 100 ár frá frönsku byltingunni. Sem betur ferð varð ekkert úr því að turninn væri rifinn niður. Eifell turninn er nefndur eftir Gustave Eiffel en hann var hönnuður turnsins. Hægt er að fara með lyftum upp í turninn og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina.

Turninn er 24 metra hár sem samsvarar 81 hæða húsi og er hann 7300 tonn að þyngd.

Effel turninn var hæsta byggins heims allt til ársins 1930 en þá var Crysler byggingin byggð í New York.

Turninn er málaður á 7 ára freseti, bæði til að viðhalda honum og til þess að koma í veg fyrir ryð, en þá er notað 50 til 60 tonn af málningu í hvert skipti.

Notre Dame

breyta
 
Kirkjan Notre-Dame

Notre Dame er þekktasta kirkja Parísar, helguð Maríu mey. Hún er staðsett á eyjunni Île de la Cité. Byrjað var að byggja kirkjuna árið 1163 en byggingunni var ekki lokið fyrr en árið 1345, eða 182 árum seinna. En þess má geta að kirkjan lifði af frönsku byltinguna og báðar heimstyrjaldirnar.

Kirkjan varð fræg eftir að Disney myndin Hringjarinn í Nodre Dame kom út. Sagan er byggð á frægri sögu eftir Victor Hug um hringjarann Quasimodo og kom myndin út árið 1996.

Sigurboginn

breyta
 
Sigurboginn

Sigurboginn, sem er betur þekktur undir nafninu Arc de Triomphe stendur við enda götunnar Champs-Élysées, sem er eitt vinsælasta breiðstræti Parísar. Napóleon lét reisa Sigurbogann eftir sigur sinn í bardaganum við Austerlitz árið 1805 og var hann tilbúinn 31 ári seinna, árið 1836.

Sigurboginn var reistur árið 1836 til heiðurs þeim sem börðust fyrir Frakkland, sérstaklega í stríðum Napólenons.

Á Sigurboganum eru nöfn allra herforingjanna sem börðust og einning eru nöfn á öllum stríðunum upptalin. Undir boganum sjálfum er gröf hins óþekkta hermanns sem dó í fyrri heimstyrjöldinni. Það er hægt að fara upp í Sigurbogann og horfa yfir borgina.

12 breiðgötur liggja frá Sigurboganum, og margar af þeim heita í höfuðið á þekktum hersforingjum.

Sigurboginn er miðja hins sögulega áss sem er röð minnisvarða og breiðgatna sem byrja hjá Louvre safninu og enda í La Defense, úthverfi Parísar.

Heimildir

breyta

Verkefni

breyta
  1. Í hvaða héraði er París ?
  2. Hvað eru íbúar Parísar margir ?
  3. Hver hannaði Eiffel turninn ?
  4. Hvað er turninn þungur ?
  5. Hver var hæsta bygging heims árið 1930 ?
  6. Hversu oft er Eiffel turninn málaður ?
  7. Hverjum er Notre Dame kirkjan helguð ?
  8. Hvar er Notre Dame kirkjan staðsett ?
  9. Eftir hvern er sagan um Hringjarann í Notre Dame ?
  10. Hver lét reisa Sigurbogann og afhverju ?
  11. Hvaða minnisvarðar eru í röð hins sögulega áss ?


1 Hvaða ár var Eiffel turninn fullbygður ?

1899
1879
1889
1929

2 Hver var hæsta bygging heims árið 1930 ?

Eiffel Turninn
Crysler byggingin
Frelsistyttan
Empire State byggingin

3 Hvar er Notre Dame staðsett ?

Île Saint-Louis
Île aux Cygnes
Pont de Grenelle
Île de la Cité

4 Um hvern er sagan eftir Victor Hugo

Quasimodo
Simba
Nemo
Litlu hafmeyjuna

5 Hvert er hið rétta nafn Sigurbogans ?

Axe historique
Monumento a la Revolución
Arc de Triomphe
Charles de Gaulle

6 Hversu margar breiðgötur liggja frá Sigurboganum ?

12
15
9
7

7 Hvar byrjar lína hins sögulega áss ?

Champs Élysées
Louvre
Sigurboginn
La Defense

8 Hver er höfuðborg Frakklands?

New York
Róm
London
París