Ítalska/Lærðu ítölsku/Preposizioni
Preposizioni ~ forsetningar
breytaAlgengustu forsetningar í ítölsku eru:
- di ~ sem tilheyrir (oftast táknað með eignarfalli í íslensku)
- a ~ til
- da ~ frá, hjá
- in ~ í, á
- con ~ með
- su ~ á
- per ~ fyrir, til að
- tra ~ meðal
- fra ~ milli
Þar sem forsetningar standa með greini mynda þær oftast eitt orð með greininum. Dæmi: „frá stráknum“ verður „dal ragazzo“, ekki *„da il ragazzo“. Undantekning frá þessu er forsetningin con sem yfirleitt stendur sér nema í gömlum textum.
Eftirfarandi tafla sýnir helstu samsetningar forsetninga og greinis:
il | lo | la | i | gli | le | |
---|---|---|---|---|---|---|
di | del | dello | della | dei | degli | delle |
a | al | allo | alla | ai | agli | alle |
da | dal | dallo | dalla | dai | dagli | dalle |
in | nel | nello | nella | nei | negli | nelle |
con | col* | collo* | colla* | coi* | cogli* | colle* |
su | sul | sullo | sulla | sui | sugli | sulle |
Forsetningarnar da og di fella stundum niður sérhljóðann með úrfellingarmerki fyrir framan orð sem byrja á sérhljóða. Dæmi þar sem úrfellingin er skylda en ekki spurning um smekk eru:
- d'altra parte ~ á hinn bóginn
- d'altro canto ~ á hinn bóginn
- d'altri ~ annarra
- d'oro ~ úr gulli
- d'argento ~ úr silfri
- d'oltreoceano, d'oltralpe, ecc. ~ handan hafsins, handan Alpafjalla o.s.frv.
SEQUITANO LE PREPOSIZIONI Di queste alcune non caggiono in composizione, e sono queste: oltre, sino, dietro, doppo, presso, verso, 'nanzi, fuori, circa.
Di, preposto allo infinito, ha significato quasi come a' Latini ut. E dicono: Io mi sforzo d'essere amato. SOTTO sottoposto e dicesi ENTRO entromesso | ||||||||||||||||||
Leon Battista Alberti, Grammatica della lingua toscana - WikiSource |
Di dove sei? ~ Hvaðan ertu?
breyta- Sono dell'Islanda ~ Ég er frá Íslandi
- Sono di Roma ~ Ég er frá Róm