Höfundur: Henný Árnadóttir

Þetta er Wikibók um Flateyri við Önundarfjörð. Síðan hentar sem upplýsingaefni um staðinn.


Flateyri

Flateyri

Flateyri er þorp á Vestfjörðum sem stendur á samnefndri eyri við norðanverðan Önundarfjörð. Þar bjuggu 206 manns árið 2015. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.



Önundarfjörður

Önundarfjörður

Önundarfjörður er um 20 km djúpur fjörður milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið Flateyri er nokkuð utarlega á nyrðri strönd fjarðarins.

Við botn fjarðarins stendur Hestfjall. Sitt hvorum megin við Hestfjall eru dalirnir Hestdalur og Korpudalur. Heiðin sem ekin er milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar heitir Gemlufallsheiði.

Samkvæmt Landnámu var Önundur Víkingsson þar fyrstur maður að búa (bróðir Þórðar í Alviðru).



Snjóflóðið

Minnisvarði um snjóflóð á Flateyri

Þann 26. október, 1995 féll gríðarlegt snjóflóð Flateyri með þeim afleiðingum að 20 manns fórust.. Eftir það voru reistir gríðarmiklir snjóflóðavarnargarðar ofan við bæinn og hafa þeir a.m.k. einu sinni bjargað byggðinni frá flóðinu 1995. Minnisvarði um þá sem fórust varreistur skammt frá enda flóðsins við Flateyrar kirkju.



Eyrarfjall

Eyrarfjall

Fyrir ofan Flateyri er Eyrarfjall og nær brún þess í um 660 m. Í hlíðum Eyrarfjalls eru tvö gil, Innra-Bæjargil og Skollahvilft en úr þessum giljum hafa snjóflóðin sem falla í átt að Flateyri komið. Ofan byggðarinnar á Flateyri hafa verið byggðir tveir leiðigarðar til varnar snjóflóðum úr þessum giljum.



Spurningar

  1. Í hvaða sveitarfélagi er Flateyri ?
  2. Við hvaða fjörð stendur Flateyri ?
  3. Hvað gerðist á Flateyri árið 1995 ?
  4. Hvað heitir fjallið fyrir ofan eyrina?

Krossapróf

breyta

1 Hvar er Flateyri staðsett á landinu?

Á Austurlandi
Á Vestfjörðum
Á Suðurlandi
Á Norðurlandi

2 Milli hvaða fjarða er Flateyri?

Ísafjarðar og Súgandafjarðar
Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
Dýrafjarðar og Súgandafjarðar
Þorskafjarðar og Gilsfjarðar

3 Hvaða fjall stendur við born fjarðarins?

Hestfjall
Eyrarfjall
Þorfinnur
Baula

4 Hvaða firðir eru sitt hvoru megin við Hestfjall?

Korpudalur og Bjarnadalur
Bjarnadalur og Valþjófsdalur
Korpudalur og Hestdalur
Hestdalur og Bjarnadalur

5 Úr hvaða gili kom snjóflóðið 1995?

Innra-Bæjargili
Ófeigsgili
Eyrargili
Skollahvilft


Heimildir

  1. tilvísun w:Flateyri