Í þessari wikibók verða grunnhugtök í kvikmyndatöku útskýrð. Bókin er ætluð fyrir nemendur í grunnskóla og er markmið hennar að þeir geti auðveldlega skoðað helstu hugtök sem tengjast myndavéla-skotum og hreyfingum í kvikmyndatökum.

180 gráðu reglan

breyta

180 gráðu reglan eða 180° rule er ein af grundvallarreglum kvikmyndagerðar. Hún virkar þannig að við drögum línu þvert yfir atriðið okkar og höldum alltaf myndavélinni öðru megin við línuna. Með því að gera það helst viðfangsefnið alltaf á réttum stað í rammanum til dæmis ef tveir aðilar eru að tala saman horfa þeir alltaf á hvor annan en ef myndavélin er sett hinu megin við línuna líta aðilarnir út fyrir að vera að horfa í sömu átt þegar klippt er á milli skota.

 

Myndavéla skot/myndskurður

breyta

Öll skot sem tekin eru upp í kvikmynd skipta miklu máli og það þarf að hugsa vel hvernig skotið á að vera. Það þarf að hugsa um hvar myndavélin á að vera staðsett í hveju skoti fyrir sig, hvernig sjónarhorn á að nota og hvaða hreyfingu (ef einhverja). Hér eru nefnd þau skot sem mest er tala um þegar tekið er upp kvikmynd en til eru fleirri skot.

Very Wide shot eða mikil víðmynd er þegar skot myndavélarinnar sýnir mikið af umhverfinu í atriðinu, þetta skot er oft notað í byrjun atriðis til að áhorfandi átti sig á aðstæðum.

Wide shot eða Víðmynd er þegar viðfangsefnið sést allt og umhverfið í kringum það.

Medium shot eða miðskot/hálfmynd er þegar viðfangsefnið skotið frá mitti og upp, í þessu skoti er hægt að sjá handhreyfingar.

Medium close up eða mið nærmynd er þegar ramminn er rétt fyrir neðan axlir á viðfangsefni, í þessu skoti sést viðfangsefnið í meiri smáatriðum.

Close up eða nærmynd er þegar sýndur er sérstakur hluti af viðfangsefninu, ramminn er t.d. bara höfuðið á manneskju. Í þessu skoti sjáum við tilfinningar vel.

Extreme close up eða mikil nærmynd er ennþá nær en close up skot, þarna er t.d. sýnd eru bara augun eða munnurinn. Hægt er að nota þetta skot til að búa til mikla dramatík.

Hreyfing myndavélar

breyta

Tilt er þegar myndavélin er hreyfð upp eða niður á meðan upptökum stendur.

Pan er þegar myndavélinni er snúið til hliðar eða frá hægri til vinstri eða öfugt á meðan upptökum stendur.

Dolly er þegar öll myndavélin er hreyfð til hliðar, það eru notaðar svo kallaðar dolly brautir þar sem myndavélin getur rennt til hliðar á.

     

Krossapróf

breyta

1 Hvað geris þegar 180 gráðu reglan er brotin í atriði þar sem tvær persónur stanada á móti hvor annari að tala saman?

Ekkert breytist
Ekkert breytist nema bakgrunnurinn
Persónurnar virðast vera í sitthvoru herberginu
Persónurnar virðast vera að horfa í sömu átt

2 Hvaða skot er notað til að sýna bara andlit á persónu?

Very Wide shot eða mikil víðmynd
Close upp eða nærmynd
Medium close up eða mið nærmynd


Önnur verkefni

breyta

1.Nemendur fara hver fyrir sig með upptökuvél og taka upp öll skotin og hreyfingarnar sem nefndar eru hér fyrir ofan. Hvert skot þarf aðeins að vera nokkrar sekúndur. Hægt er að blanda saman skotunum við hreyfingarnar t.d. very wide shot + dolly eða close up + tilt.

2. Nemendur búa saman til stutt myndband með söguþræði þar sem öll þessu skot og hreyfingar eru notaðar.

Gagnlegir tenglar

breyta

Hugtakalisti og þýðingar

Um myndavéla skot á ensku

Fleiri myndavélaskot á ensku

Kennslumyndbönd kvikmyndagerð

Heimildir

breyta

Menntamálastofnun. 2016. Margmiðlun - stafræn miðlun. Sótt af https://vefir.mms.is/margmidlun/kvikmyndagerd/

The Wild Classroom. 2008. Camera Shots, Angles, and Movements. Sótt af http://www.thewildclassroom.com/wildfilmschool/gettingstarted/camerashots.html