Áttundakerfið breyta

Áttundakerfið er talnakerfi með gunntöluna 8. Tölustafirnir sem áttundakerfið á eru því 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 7.

Notkun breyta

Áttundakerfið er nátengt tvíundakerfinu og þar að leiðandi einnig tengt sextándakerfinu. Mest áberandi notkun áttundakerfisins í tölvum er líklega í réttindastillingum skráa og mappa í unix skyldum stýrikerfum.

 
Notkun áttundakerfisins við að breyta réttindum á skrám.

Áttundakerfið - Tvíundakerfið breyta

Það sem gerir áttundakerfið eftirsóknarvert til notkunar í tölvum er að mjög auðvelt er að breyta tölum úr tvíundakerfinu í áttundakerfið og svo öfugt. Það sem gerir breytingarnar svona auðveldar er sú staðreynd að talan átta er margfeldi af tveimur.

 

Þess vegna má skrifa hverja áttundakerfis tölu sem þrjár tvíundakerfis tölur. Nota má töfluna hér fyrir neðan til að breyta á milli kerfanna.

Áttunda Tvíunda
0 000
1 001
2 010
3 011
4 100
5 101
6 110
7 111

Úr töflunni má þá lesa að t.d. 123 í áttundakerfinu er 001010011 í tvíundakerfinu og að 111001010 í tvíundakerfinu er 712 í áttundakerfinu.

Æfingar 1 breyta

1 Hvernig er áttundakerfistalan 61 í tvíundakerfinu?

101111
110001
001111
110101

2 Hvernig er áttundakerfistalan 765 í tvíundakerfinu?

110010011
110100100
101001010
111110101

3 Hvernig er tvíundatalan 10011001 í áttundakerfinu?

461
321
164
231

4 Hvernig er tvíundatalan 11001101 í áttundakerfinu?

315
631
513
543


Æfingar 2 breyta

1 Hvernig er tvíundatalan 1010011 í áttundakerfinu?

2 Hvernig er tvíundatalan 111000111 í áttundakerfinu?

3 Hvernig er tvíundatalan 111000101 í áttundakerfinu?

4 Hvernig er áttundatalan 45 í tugakerfinu?

5 Hvernig er áttundatalan 56 í tugakerfinu?

6 Hvernig er áttundatalan 77 í tugakerfinu?