Enska/Lærðu ensku 1/Kafli 1
Lærðu ensku 1 —— Efnisyfirlit | Inngangur | Stafróf | 01 | 02 | 03 | 04 | Quiz A | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | Lokapróf | Viðbætir | Til hamingju
Enska —— Lærðu ensku 1 · Lærðu ensku 2 / Tölum á ensku 1 · Tölum á ensku 2
Lesson 1: Hello!
Kafli 1: Halló!
Dialogue (Samtal)
breytaMagnús á vini sem búa í Bandaríkjunum í New York. Hann er að fljúga frá Íslandi til JFK International Airport í New York. Hann talar við farþegann sem situr við hliðina á honum og kemur frá Bandaríkjunum.
EnglishbreytaMagnús: Hello Sir! |
ÍslenskabreytaMagnús: Halló herra! |
Eftir þennan kafla ættir þú að skilja allt í þessum samtali!
Vocabulary (Orðaforði)
breytaHvernig á að heilsa:
- Hello - Halló
- Hi - Hæ
- Good morning - Góðan morgun
- Good afternoon - Góðan daginn (eftir hádegi)
- Good evening - Gott kvöld
- Good day - Góðan daginn
Hvernig á að spyrja um líðan:
- How are you? - Hvað segirðu gott?
- How do you do? - Hvernig hefurðu það? (mállýska frá Bretlandi) (sjaldgæft)
- And you? - En þú?
Svör:
- I'm (doing) fine - Ég hef það fínt
- I'm (doing) all right - Mér líður ágætlega
- Good - Gott
- So-so - Sæmilegt
- Bad - Illa
Hvernig á að þakka:
- Thank you - Þakka þér (eða Takk)
- Thanks - Þakkir
- Thank you very much - Takk fyrir innilega
- Thank you kindly - Þakka þér kærlega
- Cheers - Gerðu svo vel (mállýska frá Bretlandi)
Hvernig á að svara við þökkum:
- You're welcome - Það var ekkert
- No worries - Það var ekkert (mállýska frá Ástralíu)
- No problem - Ekkert mál (mállýska frá Ameríku)
Hvernig að segja hvaðan maður kemur:
- Where are you from? - Hvaðan ertu?
- Where do you come from? - Hvaðan kemur þú?
- I am from Iceland/America/Britain/Australia/Canada - Ég er frá Íslandi/Ameríku/Bretlandi/Ástralíu/Kanada
- Where do you live? - Hvar býrðu?
- I live in New York/Reykjavik/Washington/London/Sydney - Ég bý í New York/Reykjavík/Washington/London/Sydney
Nokkur orð og setningar:
- Nice to meet you - Gaman að hitta þig
- Likewise - Sömuleiðis
- Have a good trip - Góða ferð
- Welcome to the United States - Velkomin/n til Bandaríkjanna
- Farewell - Vertu sæl/l (formlegt)
- Goodbye Bless
- Bye - Bless
- See you later - Sjáumst síðar
- So long - Sjáumst síðar
- Later - Síðar (mjög óformlegt og mállýska frá Bandaríkjunum)
Skrifaðu þessi orð í stílabókina þínu og endurtaktu hvert orð fimm sinnum á öðru blaði. Lestu samtalið og reyndu að skilja.
Grammar (Málfræði)
breytaPronouns (Fornöfn)
breytaFornöfn á ensku eru:
English | Íslenska |
---|---|
I | Ég |
You | Þú |
He | Hann |
She | Hún |
It | Það (eða hann, hún) |
We | Við |
You all | Þið |
They | Þeir, þær, þau |
I
breytaI er alltaf skrifað með stórum bókstöfum. Og þegar þú segir ég og einhver eða víð einhver, alltaf segðu I eftir fornöfn. T.d., John and I, My friend and I, You and I, He and I.
He, She, and It
breyta- Í ensku getur IT verið hann, hún, eða það, af því að það eru ekki kyn í ensku. Þegar þú ert að tala um einhvern, þá notaðar þú HE eða SHE. T.d.:
He is a man. He is here. - Hann er maður, hann er hér.
She is a girl. She is from America. - Hún er stelpa. Hún er frá Ameríku.
It is a phone. It is good. - Það er sími. Hann er góður.
Reglan er:
|
You and You all
breyta- YOU er notað fyrir bæði þú og þið. Það er ekki fleirtala fyrir þú á ensku, en YOU ALL (eða í suðurríkjum Bandaríkjanna, y'all) er notað fyrir fleirtölu. En í þessari kennslubók notum við You all sem fleirtölu fyrir fornafnið þið.
They
breyta- THEY er notað fyrir þeir, þær, og þau, af því að það eru ekki kyn á ensku.
To be (Að vera)
breytaBeygingin fyrir sagnorð á ensku er létt og svipuð hollensku eða þýsku. En það eru stundum óregluleg sagnorð eins og að vera. Við ætlum að læra um annað orð og beygingu í næstu köflum. Núna lærirðu mikilvægustu beyginguna í ensku, to be:
English | Íslenska |
---|---|
I am | Ég er |
You are | Þú ert |
He is | Hann er |
She is | Hún er |
It is | Það er |
We are | Við erum |
You all are | Þið eruð |
They are | Þau eru |
Contractions (Samdrættir)
breytaÍ ensku eru samdrættir oft notað. Samdrættir í málfræði styttir tvö orð í eitt. Í sögninni að vera á eftir fornafni fellur brott fyrsti bókstafurinn. Úrfellingin er gefin til kynna með úrfellingarmerki. T.d.:
I´m - I am - Ég er
You´re - You are - Þú ert
He´s - He is - Hann er
She´s - She is - Hún er
It´s - It is - Það er
We´re - We are - Við erum
You´re all - You all are - Þið eruð
They´re - They are - Þau eru
Culture (Menning)
breytaNames (Nöfn)
breytaEnsk nöfn eru notuð um allan heim. Hér eru nokkur dæmi um ensk nöfn:
Male names | Karlkyns nöfn | Female names | Kvenkyns nöfn | |
---|---|---|---|---|
Albert | John | Alexandra | Helen | |
Alex | Jeff | Alexis | Jessica | |
Brian | Michael | Amanda | Kelly | |
Chris | Robert | Anna | Michelle | |
Edward | Roger | Christine | Nicole | |
Eric | Sean | Diana | Sarah | |
Jack | Steven | Elizabeth | Stacey | |
James | Zachary | Fionna | Victoria |
Customs (Siðir)
breytaSiðir eru öðruvísi í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada, Bretlandi og Írlandi en á Íslandi. Þegar þú hittir fólk í fyrsta sinn sem er eldri en 18 skal ávarpa viðkomandi:
- Sir - Herra
- Ma'am - Frú
Ef þú ert að tala við einhvern og þú þekkir eftirnafnið hans/hennar skal ávarpa viðkomandi:
- Mr. (Mister) Smith - Herra Smith
- Mrs. (Missus) Rogers - Frú Rogers (kona sem er gift)
- Miss White - Ungfrú White (kona sem er ekki gift)
- Ms Davis - Notað þegar þú veist ekki ef kona er gift eða ekki gift)
- Mr. President - Herra forseti (notað bara þegar þú talar við forseta annarra landa)
Dialects (Mállýskur)
breytaMállýskur enskunnar eru mjög öðruvísi þegar tungumál er talað. Í Bretlandi það er almennt að heyra Cheers eða How do you do? og í Bandaríkjunum er oft sagt How are you?. Þó frasar séu mismunandi á milli Bretlands og Bandaríkjanna er samt allt í lagi að nota breskt málfar í Bandaríkjunum og öfugt. Það ætti að skiljast.
Practice (Æfing)
breytaListening (Hlustun)
breyta
Directions: Hlustaðu á upptöku og svaraðu spurning.
1. Good evening. Good evening._______________
2. How are you?I'm fine_______________
3. Where do you come from?I'm from America_______________
4. What is you name?I'm Albina._______________
5. Have a good trip.Thanks._______________
Translation (Þýðing)
breytaDirections: Þýddu frá íslensku yfir á ensku. (Mundu að það getur verið meira en eitt rétt svar fyrir spurningar)
1. góðan daginn
2. ég er
3. ég er frá Íslandi
4. takk
5. hvað segirðu gott?
6. hvað heitir þú?
7. þú ert
8. hann
9. það var ekkert
10. bless
Contractions (Samdrættir)
breytaDirections: Styttu tvö orðið í eitt með samdrætti.
1. We are
2. It is
3. I am
4. You all are
5. They are
6. You are
7. She is
8. He is
Culture (Menning)
breytaDirections: Hvernig áttu að heilsa þessu fólki?
Dæmi A: Frank Smith, aldur: 45 ——— Svar: Mr. Smith
Dæmi B: Greg Smith, aldur: 12 ——— Svar: Greg
1. John Williams, aldur 34
2. Eric White, aldur 15
3. Milton Bradley, aldur 64
4. Edward Jones, aldur 25
5. Stacey Taylor (gift), aldur 43
6. Elizabeth Thompson (á lausu), aldur 24
7. Alexandra O'Niel, aldur 8
8. President George Bush, aldur 61
Lærðu ensku 1 —— Efnisyfirlit | Inngangur | Stafróf | 01 | 02 | 03 | 04 | Quiz A | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | Lokapróf | Viðbætir | Til hamingju
Enska —— Lærðu ensku 1 · Lærðu ensku 2 / Tölum á ensku 1 · Tölum á ensku 2