Enska/Lærðu ensku 1/Inngangur

Lærðu ensku 1 —— Efnisyfirlit | Inngangur | Stafróf | 01 | 02 | 03 | 04 | Quiz A | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | Lokapróf | Viðbætir | Til hamingju
Enska —— Lærðu ensku 1 · Lærðu ensku 2 / Tölum á ensku 1 · Tölum á ensku 2


Inngangur

breyta

Um þessa bók

breyta

Þessi bók er fyrir byrjendur sem kunna ekki eitt orð í ensku eða kunna litla ensku. Hún er úr Wikibókunum, sem falla undir GNU Free Documentation License. Höfundur þessarar bókar hefur ensku að móðurmáli og enskan sem notuð er í þessari bók er amerísk enska, en stundum koma fram útskýringar á breskum eða áströlskum orðum. Njóttu þessarar bókar!

Um ensku

breyta

Enska (enska: English;   framburður.) er vesturgermanskt tungumál sem á rætur að rekja til fornlágþýsku og annarra náskyldra tungumála engla og saxa, sem námu fyrstir Germana land á Bretlandseyjum, en málið hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá ýmsum öðrum málum, þá sér í lagi latínu, frönsku, fornnorrænu, grísku og keltneskum málum sem fyrir voru á eyjunum.

Enska er töluð víða um heiminn, og er opinbert mál á Englandi, Írlandi, Skotlandi, Wales, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku, Bandaríkjunum, Kanada og nokkrum öðrum löndum.

Þróunarsögu ensku er skipt í þrjú tímabil. Elst er fornenska (Old English), sem er einnig kölluð engilsaxneska eftir hinum germönsku Englum og Söxum sem réðu ríkjum á Englandi frá 5. öld og fram á víkingaöld. Miðenska (Middle English) var töluð eftir komu víkinga og fram að þeim tíma þegar prentsmiðjur urðu algengar. Eftir tilkomu prentsmiðjanna hefur verið talað það mál sem við þekkjum nú sem (nútímaenska).

Lestu meira

Ástæður þess að læra ensku

breyta

Meðal ástæðna fyrir því að læra ensku má nefna:

Ástæður þess að læra ensku

breyta

Meðal ástæðna fyrir því að læra ensku má nefna:

  • enska er alþjóðatungumál.
  • til að læra um bandaríska eða breska menningu.
  • til að tala við fólk sem hefur ensku að móðurmáli eða fólk sem kann hana.
  • til að skilja tungumál sem er notað er í Sameinuðu þjóðunum.
  • til að skilja enska tónlist eða myndbönd án textans.
  • til að nýta á ferðum um lönd þar sem enska er töluð.
  • til að bæta framburð í germönskum tungumálum.
  • fyrir vinnu á Íslandi þar sem að gott er að kunna hana.
  • eða bara ánægjan af því að kunna tungumálið!

Er erfitt að læra ensku?

breyta

Öll tungumál geta verið erfið til að byrja með. Ef móðurmál þitt er íslenska, þá ættir þú ekki að eiga í miklum vanda með að læra ensku. Málfræðin er ekki svo erfið. Framburður er örugglega erfiðasti hluti enskunnar. Hreimurinn getur verið ögrandi líka, þar sem að það eru margir hreimar og mállýskur í ensku. Það tekur bara tíma.

Hvernig á að nota þessa kennslubók

breyta

Í fyrsta lagi þarftu að hafa stílabók. Það er til þess að þú getir skrifað það sem þú lest niður, því það er mikilvægur þáttur og þjálfar lesskilning þinn. Til að læra ný orð og setningar er gott að skrifa þau niður að meðaltali 5 sinnum í stílabókina til þess að auðveldara sé að muna þau. Reyndu að gera þetta daglega.

Áður, á meðan, eða eftir að þú ert búin(n) með kaflan, hlustaðu á enskar útvarpssendingar eða horfðu á enskt sjórnvarpsefni. Þetta ætti að hjálpa þér að skilja talaða ensku.

Útvarp

breyta

Sjórnvarp

breyta

Verkfæri

breyta

Ef þú þarft að heyra ensk orð borið fram, er það hægt á YourDictionary.com. Skrifaðu orðin og smelltu síðan á Hear it.

Ef þig vantar orðabók, getur þú notað Íslensk-Ensk Orðabók eða Orðabók.is

Þú getur einnig hlusta á upptökurnar sem fylgja með þessari bók. (enn í vinnslu)

Lærðu á þínum eigin hraða. Hægt er betra! Og mundu, 20 til 30 mínútur á dag eru miklu betri en 1 klukkutími á viku! Gangi þér vel! (Good luck!)


  Lærðu ensku 1 —— Efnisyfirlit | Inngangur | Stafróf | 01 | 02 | 03 | 04 | Quiz A | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | Lokapróf | Viðbætir | Til hamingju
Enska —— Lærðu ensku 1 · Lærðu ensku 2 / Tölum á ensku 1 · Tölum á ensku 2