Upplýsingatækni/Google Chrome vafrari

Hvað er Google Chrome breyta

Google Chrome er vafri (e. Web Browser) hannaður og þróaður af Google. Hann kom fyrst út í prufuútgáfu 2. september 2008 og fullbúin útgáfa kom út 11. desember sama ár. Vafrinn er í boði fyrir Windows, Mac og Linux og er í boði á vefsíðu vafrans; http://www.google.com/chrome/ , án endurgjalds.


Notkunarmöguleikar breyta

Google Chrome virkar eins og keppinautar sínir í almennu vef-rápi og virkar til þess að lesa flestar heimasíður. Vafrinn býður einnig uppá að vafra um í "dulargerfisham" (e. incognito mode), sem gerir notandum kleift að vafra um netið án þess af vafrinn visti upplýsingar á harða disk tölvunar. Sniðugur fítus fyrir tölvur sem margir eru að deila.
Hægt er að vafra um á netinu með marga flipa (e. tabs) í einu og hægt er að draga flipana til, þá raða þeim í þá röð sem maður vill eða draga þá útúr vafranum til að opna flipann í nýjum glugga.
Vafrinn býður einnig uppá aukahluti (e. Extensions) sem hægt er að hala niður á vefsíðu aukahlutana og nota þá innbyggt í vafranum. Til að nefna er hægt að ná í orðabók, þýðendur og aðra aukahluti sem bæði Google hafa þróað og einnig aðrir notendum um allan heim.
Chrome býður líka uppá að vista tilvísanir í heimasíður sem sín eigin vef-forrit (e. application shortcut). Þannig með einum músarsmelli er hægt að komast beint á þá síðu sem þú vísar í, t.d vefpóstinn eða myschool.

Veffangastikan breyta

Veffangastikan í Google Chrome kallast Omnibox. Stikan man algengustu síður sem notandi hefur farið inná og til að nefna ef notandi er tíður gestur á facebook er nóg að skrifa "f" í veffangastikuna og ýta svo á enter til að hoppa beint á facebook. Einnig er nóg að slá leitarorð inní sikuna til að sjá beint leitarniðurstöður Google leitarvélarinnar.
Hægt er að bæta við leitarvélum í Chrome og stilla hvernig þú vilt nota hana. Hér eru leiðbeiningar hvernig má bæta wikipedia leit inní veffangastikuna.


Einnig getur notandinn framkvæmt einfaldar reikniaðgerðir í veffangastikunni, t.d er hægt að skrifa 5 mi in km til að sjá hvað 5 mílur eru margir kílómetrar eða t.d 5 plus 5 eða 5 + 5 til að láta Omnibox reikna útkomuna.


Er hægt að nota Chrome í nám ? breyta

Þar sem Google hefur þróað mikið af aukahlutum fyrir Chrome er einfalt að tileinka sér vafrann í kennslu. Með aukahlutunum (e.extensions) geta nemendur og kennarar notað flest tól sem venjulega er í boði frá Google, til að nefna; Google Orðabók, Google Translate, Google Docs og fleira.

Nemendur geta t.d nýtt sér að gera flýtivísun (application shortcut) í myschool og komst beint inná innravef skólans með sjálfvirkri innskráningu.
Hugmynd að notkunarmöguleika væri að búa til Wikipedia leit í veffangastikunni eða Google Scholar leit.