Upplýsingatækni/Google orðabók
Hvað er Google orðabók
breytaGoogle orðabók er webapplication sem býður uppá þýðingar á orðum og einnig er hægt að láta kerfið lesa fyrir sig orðin sem leitað er að. Kerfið býður uppá marga valmöguleika á tungumálum og einnig býður kerfið uppá að þýða frá mörgum mismunandi tungumálum yfir í mörg önnur tungumál.
Hvernig virkar Google orðabók
breytaInní Google orðarbók er hægt að skrifa inn heilan texta og láta kerfið þýða hann. Sem dæmi þá þá setti ég inn textann:"Ég er að læra upplýsingartækni". Kerfið kom þá með þessa þýðingu yfir á ensku: "I am studying information technology". Þetta er mjög nákvæm og góð þýðing. Kerfið býður einnig uppá að setja inn heilu textaskjölin og láta kerfið þýða fyrir sig. Ekki er því þörf á að slá inn hvert og eitt leitarorð þegar t.d. er verið að skrifa langan texta sem síðan þarf að þýða. Athugið samt að inn á milli geta leynst rangar þýðingar eða að þýdda orðið komi ekki fram í réttu falli. Hér var til dæmis sett inn orðið: "computer application" og það þýtt yfir á íslensku og þetta er það sem kerfið skilaði út: "tölva forrit" Til þess að hlaða inn skjali þá er textin: "Skráðu texta eða vefslóð, eða hladdu upp skjali" og hann er staðsettur fyrir ofan textakassan og textinn hladdu upp skjalir er feitletraður og ef smellt er á hann þá færist maður inná annan hluta á kerfinu. Þar er síðan valmöguleik: "choose a file" eða veldu skrá og það er einfaldlega smellt á hann og þá opnast annar gluggi þar sem þú getur valið skrá sem vistuð er á tölvunni þinni. Einn valmöguleikinn er að velja "þýdd leitarorð" og þar er hægt að slá inn t.d. enskt leitarorð og velja síðan eitthvað annað tungumál eins og íslensku og þá velur kerfið síður sem eru með enska leitarorðið en síðurnar sem kerfið leitar eftir eru á íslensku. Þetta er mjög gott fyrir þá sem eru ekki með góða tungumála kunnáttu og vilja lesa sér til um eitthvað ákveðið efni. Kerfið býður líka uppá að láta lesa fyrir sig þýdd orð eða setningar. Ef slegið er inn leitarorðið "skóli" og þá kemur þýðinging "school" og þá fyrir aftan þýdda orðið er hægt að smella á hátalaramerki sem síðan spilar hljóðskrá og þá heyrist hvernig orðið er borið fram. Athugið að þetta á einungis við þegar verið er að þýða yfir á ensku. Hægt er að setja vefsíðuþýðingatæki Google inná vefsíðurnar þín og nota þannig Google orðabókina til að þýða síðuna þína. Eins og allt annað með Google orðabókina þá er þetta mjög einfalt. Á upphafsíðunni er hægt að smella á rekil sem heitir: "Tæki og tilföng". Það er síðan hægt að setja inn á hvaða tungumáli síðan sem á að þýða er og síðan er hægt að velja tiltekin tungumál eða öll möguleg tungumál. Þegar þetta hefur verið valið þá kemur kóðabútur í kassa og hann þarf að afrita inná vefsíðuna sem á að þýða. Einnig er hægt á þessari síðu að setja inn flýtihnappa beint inná vefstikuna á vafranum þín með því að fara neðst á síðuna og síðan er hann dreginn inná vefstykuna.
Í hvað er Google orðabók notuð
breytaNotkunarmöguleikarnir er margir eins komið hefur fram. Þetta er kerfi sem allir geta nýtt sér kerfið sama hvort þú ert nemandi, kennari eða vantar að æfa framburðinn þinn í ensku. Nemndur geta fundið vefi á íslensku yfir ensk leitarorð og gagnast það mikið við skólan. Kennarar geta notað kerfið til að þýða úr kennslubókum fyrir nemendur og foreldrar geta æft sig í framburðinum. Möguleikarnir er eiginlega endalausir.
Hvar finn ég Google Orðabók
breytaGoogle orðabókin er í vefviðmót þannig til þess að nota hana þá þarf að notast við veraldarvefinn. Hægt er að nota hvaða vafra sem er en Google Chrome virkar best. Ef þú smellir á linkin hér þá kemstu beint inná Google orðabók