Upplýsingatækni/Google Docs
Hvað er Google Docs ?
breytaGoogle docs er í raun svar Google við Office (Word, Excel, o.s.fr.) frá Microsoft. Google Docs er svo kallað vefforrit (web application) sem er í raun bara vefsíða og þarf aðeins vafra til að virka, aðrar Office lausnir nú til dags þurfa að vera settar uppá vélum áður enn þær eru notaðar. Upphaflega hét Google Docs Document hlutinn "writely.com" enn Google keypti það fyrirtæki og innleiddi það inní Google Docs undir nafninu Document. Það má sjá YouTube myndband um Google Docs hérna.
Hvað býður Google Docs uppá ?
breytaVefforritið þarf aðeins tölvu með vafra til að geta keyrt á meðan t.d. Office þarf að vera uppsett á tölvu, svo er Google Docs frítt fyrir einstaklinga, góðgerðasamtök og skóla.
Google Docs t.d. býður uppá
- Deilingu skjala með öðrum notendum (stjórnað af höfundi, líka með skrifvörn).
- Rauntíma hópavinnslu í skjölum.
- Geymslu skjala í skrársöfnum sem staðsett eru á síðunni.
- Utankerfis (Offline) vinnslu í skjölum (veiðafæri + sæstrengur) með Google Gears.
- Leit í skjölum.
- Niðurhal á skjölum svo hægt sé að skoða þau í Word (.doc), Excel (.xls), PowerPoint (.ppt), Acrobat Reader (.pdf) o.s.fr.
- Upphali á skjölum svo sem Word (.doc), Excel (.xls), PowerPoint (.ppt, .pps), Acrobat Reader (.pdf) o.s.fr.
- Örugg net samskipti (HTTPS) milli notanda og Google.
Google Docs hefur 4 mismunandi gerðir skjala
- Document (Word)
- Presentation (PowerPoint)
- Spreadsheet (Excel)
- Form (Skoðanakannanir, spurningalistar .. o.s.fr.)
Hvernig getur kennari nýtt Google Docs ?
breytaÍ einstaklingsverkefnum gæti kennari ...
- búið til verkefni og úthlutað hverju og einum.
- fylgst með gangi verkefna og hvort nemendur eru að fylgja þeim rétt eftir.
Í hópavinnu gæti kennari ...
- búið til verkefna skjal og úthlutað til þeirra aðila sem eru í hóp.
- fylgst með hvernig verkefni gengur og breytingasögu þess á hverju tíma.
- sett athugasemdir inní verkefni, bæði fyrir skil og eftir.
- búið til skjal sem allur bekkurinn getur unnið í einu.
Hverjir eru helstu kostir þess að nota Google Docs ?
breytaNú þegar er ...
- rauntíma hópavinnsla í skjölum, og í Document er hún með spjalli (Instant messaging (hugsaðu MSN)) við hlið skjalsins.
- einföld deiling skjala, óþarfi að afrita skrána og senda hana.
- það einfalt í notkun, ef þú notar Office þá kanntu að nota Google Docs.
- einhver ný virkni ("feature") gefin út með stuttu millibili.
- frítt fyrir einstaklinga, góðgerðasamtök og skóla.
Hverjir eru helstu ókostir þess að nota Google Docs ?
breytaÞegar þetta er skrifað þá ...
- eru sniðmát (templates) ekki komin inní Google Docs fyrir einstaka notendur, sem gerir það að verkum að búa þarf til verkefni handa hverju og einum hóp/nemanda.
- eru vefforritin ekki eins fullkomin og/eða hlaðin aukabúnaði líkt og Office er.
- eru sum vinnuferlin innan Google Docs oft óþarfa endurtekningar (t.d. aðeins hægt að hala upp eina skrá í einu).
Þróun og framtíðin
breytaGoogle Docs er í raun sönnun þess að internetið er að þróast mjög hratt um þessar mundir og að hlutir svo sem rauntíma hópavinnsla hjá dreifðum notendum séu nú orðnir að raunverulegum möguleika. Google Docs er vefforrit sem þýðir að þú færð nýjustu útgáfu í hvert skipti sem þú ferð inná það, með þessu þá tekst þeim að koma nýrri virkni til notanda strax og hún er tilbúin. Google græðir svo pening á Google Docs með því að selja fyrirtækjum það undir lausn sem þeir kalla Google Apps og er leið fyrir fyrirtæki til að nota Google Docs, Gmail o.s.fr. undir sínu eigin léni.
Google Docs er komið til að vera, það er einn stærsti liður Google í áætlun sinni til að komast inná svo kallaða skýja (Cloud) markað. Það eitt mun tryggja að Google Docs verði í stöðugri þróun og samkeppni um að verða betri og betri um ókomna framtíð.