Upplýsingatækni/Google Translate - þýðingar
Leiðbeiningar um notkun á þýðingarforritinu Google translate
Skrá texta
breytaSláðu inn slóðina www.translate.google.com og þá birtist síðan sem þú ert að leita. Í boði er að slá inn texta, vefslóð eða sækja skjöl úr eigin gagnagrunni. Þú getur slegið inn texta eða vefslóð sem þú vilt láta þýða fyrir þig eða afritað hvaða efni sem er inn í þýðingarreitinn sem er efst á síðunni . Ef þú vilt láta þýða skjöl sem þú hefur vistuð í þinni eigin tölvu veldu þá „upload a document“.
Velja tungumál
breytaNæsta skref er að óska eftir þýðingu af einu tungumáli yfir á annað. Fyrir neðan þýðingarreitinn koma tveir reitir. Í þann fyrri skal velja tungumálið sem þýdd er af (e. translate from) og í þann seinni skal velja tungumálið sem óskað er eftir að textinn verði þýddur yfir á (e. translate into).
Þýðing
breytaMeð því að velja þýðingu (e. translate) þá birtist tillaga að þýðingu textans sem þú hefur valið. Nú hefur þú þann kost að taka tillögu að þýðingu óbreytta og nota eins og þér hentar. Annar kostur er að lesa tillögu að þýðingu vandlega yfir og gera leiðréttingar ef þarf. Þá er valin skipunin bætt þýðing (e. contribute a better translation). Eftir að hafa gert þær leiðréttingar sem þér finnst að þurfi að gera þá velur þú samþykkja (e. submit) þ.e. ef þú vilt að aðrir njóti þíns framlags annars getur þú valið hætta (e. cancel).
Notkunarmöguleikar í námi og kennslu
breytaÞýðingarforritið Google translate hefur fjölmarga notkunarmöguleika bæði í námi og kennslu. Í framhaldsskólum eru sumar kennslubækur á erlendum tungumálum. Nemendur sem ekki eru vanir að lesa mikið á öðrum tungumálum en íslensku og þurfa að glósa mikið geta slegið inn heilar setningar eða þýtt námsefni sem þeir hafa undir höndum á skjótvirkan hátt. Hugbúnaðurinn ýtir undir að nemendur noti vefheimildir á erlendum tungumálum við ritgerðarsmíðar og fleira. Fyrir kennara t.d. í tungumálakennslu býður forritið upp ýmsa möguleika í tengslum við þýðingu efnis.
Aðrir möguleikar
breytaAð leita að vefsíðum á öðrum tungumálum. Með því að velja þýdda leit (e. translated search) er hægt að slá inn hugtök eða efni á ákveðnu tungumáli og láta leita að sambærilegum síðum á öðrum tungumálum. T.d. ef valið er hugtakið Evrópa og valið að láta leita að síðum á ensku (e. search pages written in:) og mitt tungumál (e. my language) er valið íslenska, þá birtast vinstra megin á skjánum síður á íslensku sem fjalla um Evrópu og sömu síður á ensku birtast hægra megin á skjánum.
--85.220.117.134 6. desember 2009 kl. 20:50 (UTC)Kolfinna Jóhannesdóttir