Tölvunarfræði/Vefsíðugerð

Vefsíðugerð er hugtak sem fjallar um gerð vefsíðna fyrir Internetið eða staðarnet.

Vefsíðugerð breyta

Til þess að síða teljist vefsíða þarf hún að vera hýst á tölvu sem er tengd öðrum tölvum, hvort sem það er á staðarneti eða alnetinu.

Eina sem þarf til að skrifa vefsíðu er textaritill eins og Notepad (fyrir Windows) eða TextEdit (fyrir Mac) en einnig er mögulegt að fá sérhannaðan hugbúnað. Þar má helst nefna:

Einfaldasta form heimasíðu er textaskjal með endinguna .html sem inniheldur eftirfarandi kóða:

<html>
<p>Halló</p>
</html>

Þetta er dæmi um HTML kóða. HTML stendur fyrir Hyper Text Markup Language og er í dag einungis notað til að setja innihald á vefsíðu en ekki til að móta útlit. Til að skipta um lit, miðjujafna eða hvað sem tengist útliti skal ávalt nota CSS eða Cascading Style Sheet.

Vefsíðugerð má flokka í ýmsa þætti. Þar má nefna hönnunina sem er oftast er unnin af grafíker eða grafískum hönnuði. Hann býr þá til útlit vefsíðunnar í teikniforriti eins og t.d. Photoshop og kemur því á vefarann sem umbreytir útlitinu í CSS kóða. Síðan geta verið forritarar í því að búa til kjarna síðunnar eða tengingar við gagnagrunna ofl.

Uppsetning á vefkerfum breyta

Hægt er að setja upp vefblogg á einfaldan hátt með því að ná í hið fría og geysivinsæla Wordpress kerfi. Til þess að setja upp Wordpress þarf einnig að hafa PHP og MySQL gagnagrunn uppsett á tölvunni eða netþjóninum. Það er hægt að setja upp á einfaldan máta með því að ná í XAMPP.

Listi yfir helstu vefmálin breyta

Upphaf og Þróun Vefsíðugerðar breyta

Tim Berners-Lee er breskur tölvunarfræðingur, best þekktur sem uppfinningamaður veraldarvefsins. Á níunda áratug 20.aldar vann Tim Berners-Lee hjá CERN. Þar lagði hann fram tillögu að nýju upplýsingadreifikefri í mars 1989. Þetta upplýsingakerfi kallast Hypertext Transfer Protocol (HTTP) og felur það í sér samskipti milli notanda (client) og miðlara (server) í gegnum Internetið.[1]

info.cern.ch er slóðin á fyrstu vefsíðu heimsins. Á síðunni má finna upplýsingar um veraldarvefsverkefnið.

Heimildir breyta

  1. Heimasíða CERN, Skoðað 19. janúar 2013.