Skal ekki vera ruglað saman við forritunarmálið Java. JavaScript er hlutbundið forskriftumál, einnig þekkt sem ECMAScript.

Það er notað í vefsíðum, semsagt fellt inn í HTML skjal og síðan unnið í biðlaranum, venjulega vafra. Flestir fremstu vafrarnir á markaðnum styðja JavaScript þokkalega. Meðal þeirra eru w:Internet Explorer, Firefox og allir Mozilla byggðir vafrar. Opera, w:Netscape og w:Chrome styðja Javascript ásamt Internet Explorer og Firefox.


Fyrir þetta námskeið þarftu lágmarkskunnáttu í HTML, þekkja mörk (tögg) og skilja hvað þau gera.

innfelling í HTML skjal breyta

Til að fella JavaScript kóða í HTML skjal þarftu bara lágmarks mörkin og svo head eða body markið. Hægt er að fella það inn í hausinn (head markið) innann í script markinu, í body markið alveg eins, í sér JavaScript skjali með nafnbótina *.js og svo sem gildi í eigindum.

innfelling með eigindum breyta

JavaScript eigindi
Músaeigindi Lyklaborðseigindi Eyðufyllinga eigindi Önnur eigindi
onclick onkeydown onfocus onload
omousedown onkeyup onblur onunload
onmouseup onkeypress onchange onresize
ondbclick onreset onabort
onmouseover onselect onerror
onmouseout
onmousemove

Eigindið, til dæmis onclick getur verið í eftirfarandi mörkum: <a>, <address>, <area>, <b>, <bdo>, <big>, <blockquote>, <body>, <button>, <caption>, <cite>, <code>, <dd>, <dfn>, <div>, <dl>, <dt>, <em>, <fieldset>, <form>, <h1> til <h6>, <hr>, <i>, <img>, <input>, <kbd>, <label>, <legend>, <li>, <map>, <object>, <ol>, <p>, <pre>, <samp>, <select>, <small>, <span>, <strong>, <sub>, <sup>, <table>, <tbody>, <td>, <textarea>, <tfoot>, <th>, <thead>, <tr>, <tt>, <ul>, <var><nowiki> Það er engin nauðsyn á að læra öll þessi mörk utan að svo að þið getið andað rólegar. En þegar eigindið er sett inn t.d. svona: <source lang="html4strict"><nowiki><body onclick="''JavaScript kóði hingað''">''HTML kóða hingað''</body></source> Þá í hvert sinn sem smellt er á eitthvað innan body marksins þá er JavaScript kóðinn keyrður. Við komum seinna að því hvernig á að skrifa kóðann sjálfan.

innfelling í script-markinu breyta

Í HTML eru mörg mörk og eitt þeirra er script-markið sem umlykur kóða, og ef eigindið type er með gildið text/javascript þá er það látið innihalda JavaScript kóða. Einnig getur það innihaldið t.d. VBScript kóða. Er þá type eigindið með gildið VBScript.

Uppbygging kóða breyta

JavaScript kóði er byggður upp þannig að hægt er að gefa stökum gildi og kalla á aðgerðir og meira að segja búa sínar eigin til. Eftirfarandi er dæmi um JavaScript kóða.

var tala = 4
var texti = 'bleh blah bluh'
alert(texti);
alert(tala);

Smelltu hér til að breyta.