„Fjölgreindarkenningin fyrir börn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steikolb (spjall | framlög)
Steikolb (spjall | framlög)
Lína 27:
 
== Umhverfissnjall - umhverfisgreind ==
[[image:dove2.jpg|thumb|Dúfa á Kanarí þiggur brauðbita]]
Þú ert mikið náttúrubarn og elskar dýr og átt þína uppáhaldsstaði í náttúrunni. Þú hefur gaman af því að vera úti í náttúrunni og finnst gaman að fara í heimsóknir í dýragarða og á náttúrusöfn. Þú tekur vel eftir því sem er í umhverfinu, ef þú ferð í gönguferð tekur þú eftir plöntum, fuglum og hvernig himininn er, þú gætir líka tekið eftir bílategundum og fólki sem þú mætir. Ef blómin í skólastofunni eru orðin þurr væri líklegt að einmitt þú myndir vökva þau. Það er afar líklegt að þú eigir gæludýr ef foreldrar þínir leyfa það. Þér finnst gaman í kennslustundum þar sem fjallað er um náttúruna, vistfræði, dýr og plöntur og þú ert líklegur til að hafa áhuga fyrir náttúru- og dýravernd. Ef verkefnið er að safna plöntum, skordýrum eða laufum þá ert þú í essinu þínu.