Til að breyta uppsetningu texta eru notuð ýmis mörk.

Til þess að feitletra texta notum við B-markið.

<b>
Feitletrað
</b>

Til þess að skrifa með skáletri notum við I-markið.

<i>
Skáletrað
</i>

Oft viljum við skipta um leturgerð á textanum og þá notum við Font-markið.

<font face="arial">
Arial
</font>

Eins og þú sérð, hefur Font-markið Face-eiginleikann. Flest mörk hafa ýmsa eiginleika sem gefa til kynna frekari uppsetningu. Ef við viljum t.d skipta um lit á textanum notum við color-eiginleikann.

Ath. Font-markið er ekki lengur staðall sem þýðir að það ætti að nota sem minnst. Í stað þess á nú að nota Style-eigindið með nokkurn veginn hvaða merki sem er.

Ef við viljum fara eftir nýja staðlinum þá notum við Style-eigindið.

<span style="text-color: red">rautt</span>

Nánar er farið í Style-eigindið í CSS Staða: 00% (þann {{{2}}}) kaflanum. Þar er líka sýnt hvernig hægt er að nota CSS.