HTML/Fyrsta síðan

HTML kóði í TextEdit.

Ertu tilbúinn í að búa til fyrstu vefsíðuna ? breyta

Opnaðu textaritil að egin vali og skrifaðu eftirfarandi kóða:

<html>
 <head>
  <title> Fyrsta síðan mín </title>
 </head>
 <body>
  <p>
   <h1>Fyrirsögn</h1>
  </p>
  <p>
   Hæ, þú er að læra að nota HTML!
  </p>
 </body>
</html>

Síðan skalltu vista skjalið með endinguna ".htm" og opna það í vafranum þínum.

Síðan breyta

 
Útkoman

Þar sérðu fyrstu síðuna þína!

HTML markið breyta

Nú skulum við skoða kóðann:

<html>
</html>

Þetta segir vafranum að um er að ræða HTML kóða. Allar síður sem skrifaðar eru í HTML verða að innihalda þessi mörk!

Head markið breyta

<head>
</head>

Þetta er hausinn á síðunni. Allt sem er þar birtist ekki í aðalglugga vafrans. Hérna setjum við inn t.d CSS stílsnið og kannski JavaScript skjöl

<title>
</title>

Þetta segir til um hver titillinn á síðunni eigi að vera.

Body markið breyta

<body>
</body>

Allt inni í "body" markinu birtist í vafranum.

Ýmis mörk breyta

Eins og áður kom fram notar HTML mörk til þess að segja vafranum hvað eigi að birta, þú ert nú þegar búinn að kynnast html, head, og body mörkunum. Köfun aðeins dýpra í heim HTML-marka.

P breyta

<p>Þetta er málsgrein</p>

P-markið býr til málsgrein.

H[1-6] breyta

<h1>Fyrirsögn</h1>

H1-6 (h1,h2,h3,h4,h5,h6) býr til fyrirsagnir í mismunandi stærðum. H1 er stæðst, en H6 er minnst.