Í þessum kafla er farið yfir helstu mörk HTML, þó eru til mun fleiri, sjá http://w3schools.com/tags/default.asp fyrir fleiri HTML-mörk.

Nauðsynleg mörk breyta

Sum mörk í HTML ættu alltaf að vera í HTML skjali samkvæmt staðlinum HTML 4.01 frá W3C.

Meðal þeirra er:

  • <!DOCTYPE> er í rauninni ekki eiginlegt mark heldur leiðbeiningar til vafrans um tegund HTML-kóðans.
  • <html> merkir upphaf HTML-kóða, og lokunarmark endann.
  • <title> merkir titil skjalsins
  • <body> inniheldur HTML-kóðann fyrir það sem birtist í glugganm.

!DOCTYPE breyta

!DOCTYPE-markið segir til um hvaða tegund af HTML skjalið er skrifað í. Það er í raun ekki „mark" í sinni þrengstu meiningu og hefur því eingin eigindi og ekkert lokunarmark. Það sem stendur í !DOCTYPE-markinu getur litið svona út:

<!DOCTYPE html PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.01//EN" "http://www.w3.org/TR/html4/strict.dtd">

Í HTML-skjali kemur „<!DOCTYPE>" fyrst, líka á undan HTML-markinu. dæmi:

<!DOCTYPE html PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.01//EN" "http://www.w3.org/TR/html4/strict.dtd">
<html>
  <head>
    <title>Titill skjals</title>
  </head>
</html>

Eins og þú tókst kannski eftir þá hefur !DOCTYPE ekkert lokunarmark og er það því að það er ekki eigindi í sjálfu sér og þarf ekkert lokunarmark.

html breyta

html-markið inniheldur öll önnur HTML-mörk HTML-skjals.

Heimildir breyta

http://w3schools.com/
http://phpforms.net/tutorial/tutorial.html
http://w3.org/
Greinin HTML á Íslenzku Wikipediu.