<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Aðalheiður Svana Sigurðardóttir

Hvað eru gervitennur? breyta

 


Orðið gervitennur hafa verið notaðar til að lýsa þeim hjálpartækjum sem smíðuð eru í tannlausa einstaklinga. Gervitennur eru laus tanngervi sem notuð eru í munnholi. Þær eru staðgenglar glataðra eigin tanna og tannbeins. Gervitennur í báðum gómum kallast heilgómur. Gervitennur eru sérsmíðaðar í hvern einstakling, útlit of form tanna ræðst af aðstæðum í munnholi og útliti einstaklingsins. Gjarna er stuðst við heimildir eins og fyrstu gervitennur sem smíðaðar voru í viðkomandi. Myndir af einstaklingnum með sínar náttúrulegu tennur ef til eru. Á slíkum myndum er oft hægt að greina form og lögun tanna og stærð þeirra, andlitfall og munnsvipur gefur vísbendingu um hverning og hvar stuðningur i munnholi þarf að vera.


Myndin sýnir efri góm á móti bráðabirgða innskotsparti.

En hvað er Partur? breyta

 



Sé verið að smíða tanngervi úr plasti, eða málmi og plasti til að loka tannlausum bilum í tannboga, þá kallast tanngervið partur. Partur er laust tanngervi, einstaklingurinn getur fjarlægt partinn úr munni sínum. Margar útfærslur eru til í partagerð. Varanlegir partar eru stálgrindapartar, á þá eru festar tennur og gómaplast til að loka tannlausum bilum og svæðum.

INNSKOTSPARTUR Er partur sem liggur að stoðtönnum og fyllir í tannlaus bil í tannboga.

FRÍENDAPARTUR Er partur sem hefur engan stuðning á jaxlasvæðum, heldur hvílir á stoðtönnum og eftirstandandi beini og vefjum á jaxlasvæði.

BRÁÐABIRGÐAPARTUR Er partur sem er úr plasti eingöngu, oft notaður í styttri tíma. Til dæmis ef draga þarf út tönn og loka bilinu á meðan svæðið grær áður en endanlegt tanngervi er smíðað.


Myndin sýnir innskotspart

Hver smíðar gervitennur? breyta

Tannsmiður,tannsmíðameistari og klínískur tannsmíðameistari

Hafa gervitennur tíðkast lengi? breyta

 

Ekki er hægt að tímasetja það nákvæmlega,ýmis tanngervi hafa verið smíðuð frá örófi alda en þá i öðrum útfærslun en við þekkjum í dag. Meðal annars hafa fundist krónur sem búnar voru úr dýratönnum til að setja yfir mannstennur. Ljóst er að slík tanngervi þjónuðu ekki sama tilgangi og við þekkjum í dag sem staðgenglar brotinna,illa farinna eða glataðra tanna. Heldu hafa gegnt hlutverki sem útlitsbreyting á viðkomandi, e.t.v til að tákna tignarstig eða stöðu manneskjunnar í samfélaginu. Eitt frægasta tanngervi sem varðveitt hefur verið er frá 18 öld og er úr George Washington forseta Bandaríkjanna, sem lést árið 1799. Það tanngervi samanstendur af málmi, beinum og gormum sem hélt efri og neðri góm saman. Ljóst er að á þessum árum hefur George Washington verið langt á undan sinni samtíð í að endurnýja og viðhalda sínu tanngervi. Tennurnar sem notaðar eru við smíði gervitanna fóru ekki í fjöldaframleiðslu fyrr en um miðja 19 öld. Staðgenglar tanna voru því úr ýmsum efnum, svo sem beinum úr dýrum, tennur úr dýrum, fílabeini og ekki síst tennur úr fólki sem endurnýttar voru í gervitennur eftir andlát þeirra. Í orustunni við Waterloo þá féllu um það bil 50 þúsund ungir menn, þeirra tennur voru endurnýttar í gervitennur ef hægt var. Það þótti fínt að eiga gervitennur sem í voru notaðar tennur úr látinni stríðshetju.

Hvaða efni eru í tönnunum í dag? breyta

Í dag eru framleiddar margar tegundir og gerðir af tönnum til notkunar í gervitannagerð . Ýmist úr plastefnum eða postulíni. Val á tönnum í gervitennur fer eftir þeim einstakling sem smíða á tennurnar í. Sé verið að smíða gervitennur í efri góm ( maxilla) eða í neðri góm ( mandibula) þá eru plasttennur notaðar þar sem mikilvægt er að hlífa eigin tönnum gegn sliti. Í heilgómagerð er valið oftar plasttennur vegna þeirra kosta sem þeim fylgja. Það er auðvelt að slípa þær í bit, modelera eða breyta útliti þeirra, þær eru léttari og glamra ekki. Postulínstennur eru harðari, brothættar og glamra frekar í munni og eru þyngri. Mörg form, litir og lögun eru á boðstólnum, einnig tennur með fyllingum og öðrum karakter einkennum. Reynt er eftir fremsta megni að gera tennurnar sem náttúrulegar útlits.

Krossapróf breyta

Hvað veist þú um gervitennur?

Krossapróf

Tenglar breyta

Tennurnar okkar

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:


Ítarefni breyta

Upplýsingar í ensku Wikipediu um gervitennur