Tannsmiður
Höfundur Aðalheiður Svana Sigurðardóttir
BS nám í tannsmíði
Hægt er að ljúka BS námi í tannsmíði frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands sem er til húsa að Vatnsmýravegi 16.
Í kennsluskrá Háskóla Íslands er að finna hæfniviðmið og nánari upplýsingar um starfssvið tannsmiða.
Tannsmiðir vinna í samstarfi við tannlækna að hönnun og sérsmíði tanngerva eða lækningartækja (e. medical device) í mannslíkamann, einkum í munnhol. Tannsmiðir eru löggild heilbrigðisstétt og starfar undir eftirliti Landlæknisembættisins sem jafnframt sér um útgáfu starfsleyfa.
Menntaðir tannsmiðir á landinu eru um 110 talsins og þar af um 80 starfandi. Nemendur sem hafa útskrifast (3-5 á hverju ári) hafa fengið vinnu en erfitt er að spá fyrir um atvinnuhorfur í framtíðinni og geta þær verið mjög sveiflukenndar og fara eftir aðstæðum í þjóðfélaginu á hverjum tíma.
Eftir þriggja ára grunnnám í Háskóla Íslands, geta útskrifaðir tannsmiðir farið í framhaldsnám á meistarastigi.
Námsgreinar
breytaNemendur læra fræðilegan og verklegan grunn í tann- og munngervasmíði í BS námi í tannsmíði
- Heilgóma- og partagerð.
- Krónu- og brúargerð.
- Tannplantar í tannsmíði.
- Tannréttingar.
- Meðferð efna og handverkfæra.
- Efnisfræði.
- Efnafræði.
- Bitfræði.
- Formfræði.
- Frumulíffærafræði.
- Líffærafræði.
- Heilsuefling og forvarnir.
- Öryggi og heilsuvernd.
- Vísinda- og teymisvinnu.
- Fagvitund starfsstéttar.
- Fagvitund og heilbrigðisþjónusta.
- Vettvangsnám I og II.
Verksvið
breytaSérsmíða (lækningatæki) sem staðgengla tapaðara eða niðurbrotinna tanna, t.d. stakar krónur eða margliða brýr. Til verksins nota tannsmiðir fjölbreyttar aðferðir, tækni, áhöld og efni svo sem plast, heil-postulíni, PBM (postulín,brennt á málm), eðalmálma, zirconium og önnur viðurkennd efni til verksins. Sérsmíðar heilgómasett, staka heilgóma og bráðabirgða parta. Gerir stálgrindur skv. Kennedy Class I-IV og/eða tannplantagrindur, tannréttingaplötur, bitskinnur, lýsingarskinnur hrotubana og margt fleira.
Starfsleyfi og framhaldsmenntun
breytaTannsmiðir eru heilbrigðisstétt og starfa samkvæmt lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn. Jafnframt er í gildi reglugerð nr. 1123/2012 um menntun, réttindi og skyldur tannsmiða og klínískra tannsmiða til að hljóta starfsleyfi.
Embætti landlæknis veitir tannsmiðum starfsleyfi á Íslandi í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Tannsmiðir geta lokið meistaranámi í greininni.
Hægt er að nema Klíníska tannsmíði við erlenda Háskóla.