Wikibækur:Tillögur að gæðabókum


Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða bækur geti fallið undir flokkinn Gæðabækur sem er flokkur greina sem hafa hlotið gæðastimpil íslenska Wikipedia samfélagsins. Þangað eiga aðeins erindi vandaðar greinar og vel skrifaðar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Gæðabækur þurfa ekki að vera jafn ítarlegar og úrvalsbækur og mega vera styttri bækur. (Nánar um kröfur sem gerðar eru til gæðabók hér.)

Ef þú hefur tillögu að bókum sem á heima í þessum flokki, þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki tilbúin til þess að verða gæðabók alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í Pottinum til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í bókinni.

Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir fyrst bókina sem er til umræðu vel yfir.

 • Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Samþykkt}} við hana og rökstuðning ef einhver er.
 • Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú # {{Á móti}} við hana auk rökstuðnings.
  • Ef þú vilt svo draga mótmæli til baka, t.d. ef að bókin hefur verið löguð til að bregðast við gagnrýninni, þá strikar þú yfir mótmælin með <s> ... </s>.
 • Ef þú ert hlutlaus, en vilt samt vera með í kosningaumræðunni skrifar þú # {{Hlutlaus}} og rökstyður ef þú telur þess þörf.
 • Tillaga þarf minnst 2 atkvæði til þess að teljast samþykkt. Andmæli skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðabækur.
 • Tillaga skal vera til umfjöllunar í þrjá daga að lágmarki.
 • Einungis atkvæði skráðra notenda eru tekin gild.
 • Kosningarétt hafa allir skráðir notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.

Einnig má flytja tillögu hér um það að bók verði fjarlægð af listanum yfir gæðagreinar og fer það ferli fram á sama hátt og það sem lýst hefur verið að ofan.


Tillögur

breyta

Ég legg til Matreiðslubók að gæðabókum. --Ice201 18:27, 7 ágúst 2007 (UTC)

 1.   Samþykkt --Ice201 18:27, 7 ágúst 2007 (UTC)
 2.   Samþykkt Hún er ýtarleg og gagnleg. --<SvartMan> 1. janúar 2009 kl. 22:46 (UTC)[svara]
 3.   Á móti Mér finnst bókin ekki nógu góð. Það er vissulega komið mikið efni en það er ekki samræmd uppsetning á leiðbeiningunum, sumar uppskriftirnar eru ekki nógu ítarlegar og málið á bókinni er ekki alltaf nægilega gott (þarfnast yfirlestrar). --Cessator 28. febrúar 2009 kl. 21:13 (UTC)[svara]
 1.   Samþykkt --Ice201 21:41, 9 ágúst 2007 (UTC)
 2.   Á móti Mér finnst að hún ætti að vera lengri. --<SvartMan> 1. janúar 2009 kl. 22:46 (UTC)[svara]
 3.   Á móti Þetta er bara ein síða en ekki heil bók. Svo þarfnast hún vandlegs yfirlestrar. --Cessator 28. febrúar 2009 kl. 21:13 (UTC)[svara]
 1.   Samþykkt --Ice201 21:41, 9 ágúst 2007 (UTC)
 2.   Samþykkt --<SvartMan> 1. janúar 2009 kl. 22:46 (UTC)[svara]
 3.   Á móti Það vantar inngang, málfar mætti vera betra, það eru ljótar stafsetningarvillur víða í textanum. Og svo er ekki nærri því fjallað um allt sem fjalla þarf um: Það er minnst á Kennedy einu sinni, hvergi minnst á Roosevelt (hvorugan) ekki minnst á Gerald Ford eða Nixon, Eisenhower eða Jimmy Carter, ekki minnst á Obama (sem hafði ekki enn verið kjörinn þegar síðan var skrifuð) o.s.frv. --Cessator 28. febrúar 2009 kl. 21:13 (UTC)[svara]