Upplýsingatækni/Að nota Vimeo

Hvað er Vimeo? breyta

Vimeo er vefkerfi sem gerir notendum kleift að setja inn myndbönd. Kerfið var stofnað árið 2004 og er með yfir 80.000.000 notendur. Vimeo svipar mjög til kerfisinns Youtube en hefur þó þann blæ á sér að myndböndin þar eru oft meira listræn og meira lagt í þau. Vimeo býður notendum upp á að setja inn myndbönd sem aðrir geta séð. Aðrir notendur geta síðan líkað við myndbandið, sett in athugasemd eða deilt myndbandinu með öðrum. Kerfið flokkar myndböndin síðan í flokka þar sem auðvelt er að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hvernig er hægt að nota Vimeo í kennslu? breyta

Vimeo getur bæði verið gott fyrir kennara og nemendur. Kerfið er með mjög þægilega flokka og er því auðvelt að finna efni við sitt hæfi. Til dæmis geta nemendur farið þar inn og í flokkinn Instructionals eða kennsla en þar er að finna fullt af vel gerðum kennslumyndböndum. Kennarar geta notað kerfið við það að taka upp fyrirlestra og deila þeim með nemendum. Þannig hafa nemendur aðgang að fyrirlestrinum þegar læra á fyrir lokapróf. Einnig geta kennarar notað kerfið í að sýna áður gerð myndbönd um efnið sem þeir eru að kenna til þess að brjóta upp tímann og gefa nemendum annað sjónarhorn.