Upplýsingatækni/Að nota Youtube
Youtube
breytaYoutube er myndbandsveitu síða, þar sem hægt er að hlaða upp myndböndum svo aðrir geti séð þau. Einnig bíður Youtube uppá streymi möguleika, þar sem auðvelt er að senda streymis hlekkinn á þá sem vilja fylgjast með. Þetta er svo allt frítt, þú getur horft á öll myndböndin þar og hlaðið inn myndböndum frítt. Það er einfalt og þægilegt í notkun, þú getur bæði verið með youtube appið og verið í vafra. Flestir eiga gmail netfang og með því er hægt að skrá sig inná youtube. Það er ekki nauðsynlegt að skrá sig inná youtube til þess að sjá myndbönd. Nema þú ætlir að kommenta á myndbönd, hlaða upp myndböndum eða eitthvað því tengt. https://youtube.com/
Fyrir nemendur
breytaÞetta er mjög þæginlegt uppá að geta leita uppi því efni sem þau eru að læra að hverju sinni. Það er alltaf til nóg af myndböndum sem geta kennt þér allt á milli himins og jarðar. Hvort sem það er tengt skólanum eða hvernig þú átt að laga bílinn þinn.
Fyrir kennara
breytaYoutube gefur þeim kleift á að streyma fyrirlestrum beint. Þar sem eina sem þeir þurfa að gera er að setja hlekk að streyminu á stað sem nemendur ná til. Einnig geta kennarar nýtt sér myndbönd þar, þannig að þeir geta sett á fróðleg og skemmtileg myndbönd um kennslu efnið í miðri kennslu stund. Það getur auðveldað kennaranum undirbúning fyrir tímann og með þessu brýtur hann aðeins upp tímann.