<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Guðný Erla Fanndal.

Þetta er wikibók þar sem stiklað er á stóru í sögu og tegundum textíls. Hún hentar sem ítarefni eða sem hluti af námsefni í textílmennt.

Vefnaðarvörumarkaður í Pakistan

Hvað er textíll? breyta

Textíll er hlutur gerður úr trefjum sem oftast er búið að gera að þræði sem er notaður í vefnað, prjón, hekl, fléttun og þæfingu.

Saga. breyta

Framleiðsla textíls eru mikilvægt handverk, Textíll hefur alla tíð verið gerður með vélum eða tækjum hvers tíma og tækni hvers tíma. Samt sem áður þá er hefðbundinn vefnaður (einskefta, vaðmál og satín vefnaður nánast eins framleiddur og gert var til forna þ.e.a.s. með tækjum sem þá tíðkuðust.


Notkun textíls breyta

Textíll er notaður á marga vegu. Algengast er að það sé notað í klæðnað og við gerð íláta t.d. töskur og körfur. Á heimililum er textíll notaður í gólfteppi, húsgagnaáklæði, gardínur, handklæði, borðdúkar, sængurver og á önnur flöt svæði, t.d. listmuni. Textíll er mikið notaður í iðnaði og vísindum, t.d. í síur. Textíll kemur mjög víða við og má þá nefna tjöld, fána, net, hreinsunarklúta, flugdreka, segl, fallhlífar og loftbelgi; og eru þá notaðar t.d. glertrefjar til styrkingar og aðrar trefjar sem búnar eru til á rannsóknarstofum.

Trefjategundir breyta

Það er hægt að búa til textíl úr mörgum gerðum af trefjum og efnum. Flokkarnir eru fjórir; dýr, jurtir, steinefni og gerviefni. Hér áður var allur textíll búinn til úr náttúrulegum trefjum eins og dýra, plöntu og steinefnum. Á tuttugustu öldinni var mikið farið að skipta þeim út fyrir gerfiefni sem búin eru til úr lífrænum efnasamböndum, þ.e.a.s. jarðolíu, gasi og lofttegnunum.

Textíll er búinn til í mörgum styrkleikum og endingargæðum, frá fínustu glansefnum til sterkustu segla/dúka. Þykkt/þyngd trefjanna er mældur í Tex kerfi, nm og denier. Míkrótrefjar eru trefjar sem mælast undir einu deníer.

Dýratrefjar breyta

Trefjar úr dýraríkinu koma frá hári og feldi dýra.

Talað er um ull sem kemur af geit eða kind. Geita- og kindaull er náttúrulega fituhúðuð svo hún hrindir frá sér vatni og óhreinindum upp að vissu marki. Þekktar mjúkar ullartegundir eru Cashmere ull sem kemur af Indversku kasmír geitinni og Mohair ull sem er af Norður Afríku angóru geitinni. Margar tegundir eru til af ull og heitir hver og ein eftir kindinni/geitinni sem hún er tekin af. T.d. er ullin af Blackface kindinni vinsæl í Bretlandi.

Aðrar dýratrefjar sem eru úr hári eða feldi eru Alpaca ull, Vicuna ull, Llama ull og Camel hár, oftast notað í framleiðslu á klæði í frakka, jakka, ponsjó, teppi og aðrar hlýjar yfirhafnir.

Angóra er langa, þykka og mjúka hárið af angóru kanínunni.

Silki flokkast undir dýratrefjar. Það er þráður sem Kínverski silkiormurinn spinnur í púpu. Einn þráður, sem flokkast undir trefjar, er um 5 km langur og er lengsta náttúrulega trefjan.

Jurta trefjar breyta

Margar plöntur eru tilvaldar til textílgerðar.

Bómull og hör eru þeirra þekktastar.

Kókos og ananas eru notuð í gólfteppi, sópa og rúmdýnur.

Grenitré sem eru kurluð niður og lögð í bleiti er kallað Viskós og engin furða þó að flíkur úr því krumpist mikið, eins og hörinn sem er tæknilega bara strá.

Þari er notaður í textíl framleiðslu. Vatnsleysanleg trefja er unnin úr honum og kallast Algenat. Þá er hann notaður með í framleiðslu til að halda öðrum trefjum saman, svo er hann þvegin úr og þá myndast op eða gat í efninu.

Steinefna trefjar breyta

Asbest og basalt trefjar eru notaðar í t.d veggklæðningar, sviðstjöld og eldvarnarteppi.

Gler trefjar, þá oft kallaðar flísar, er notað í t.d. eldvarnarklæðnað, geimbúninga, hlífar á strauborðum, köðlum og köplum, og í hljóðeinangrun.

Járn trefjar eru notaðar í margt en aðallega hlífðarklæðnað. T.d. hlífðarhanska sníðara og kjötiðnaðarmanna. Það er hægt að skera í gegn um hanskana með sög, það það er fyrst og fremst hávaðinn sem myndast er sögin fer í hanskann sem verndar!

Gerfi trefjar breyta

Pólýester er notað í allar gerðir textíls, bæði eitt og sér en einnig blandað með öðrum trefjum eins og t.d. bómull.

Aramid Twaron er notað í eldvarnarklæði og einnig í skurðvarnarklæði.

Acryl er trefja sem notuð er til að líkja eftir ull.

Nylon er trefja sem notuð er til að líkja eftir silki og er t.d. notuð í sokkabuxnagerð.

Spandex (Lycra) er teygjanleg trefja og er notuð í sportföt, nærföt og [sundföt]].

[Olefin er notað í föt sem þurfa að vera hlý.

Ingeo er trefja sem er notuð með öðrum trefjum t.d. bómull. Hún hefur þann eiginleika að hrinda frá sér svita.

Spurningar breyta

Hér eru nokkrar spurningar sem ég hef sett inn í Hot Potatoes. Krossapróf

Heimildir breyta

1. An Introduction to Textile Terms (pdf). The Textile Museum. Retrieved on August 6, 2006.

2. Good, Irene. 2006. "Textiles as a Medium of Exchange in Third Millennium B.C.E. Western Asia." In: Contact and Exchange in the Ancient World. Edited by Victor H. Mair. University of Hawai'i Press, Honolulu. Pages 191-214. ISBN 978-0824828844

3. Fisher, Nora (Curator Emirta, Textiles & Costumes), Museum of International Folk Art. "Rio Grande Textiles." Introduction by Teresa Archuleta-Sagel. 196 pages with 125 black and white as well as color plates, Museum of New Mexico Press, Paperbound.

Ítarefni breyta

⁰ The Museum of International Folk Art http://www.moifa.org/

⁰ Weaving Document Archive http://www.cs.arizona.edu/patterns/weaving/weavedocs.html

⁰ Union of Textile Industries http://www.textile.fr:81/site/home_en.asp http://people.cornell.edu/pages/jh433/

⁰ Compact Informations about materials http://www.matlexikon.de/