Cashmere
Kasmírull (cashmere ull) eru trefjar af kasmírgeitum og öðrum tegundum geita. Vanalega er talað um þessar trefjar sem ull en í rauninni eru þetta hár og það er það sem einkennir hana í samanburði við aðra sauðsull. Orðið kasmír kemur af orðinu Kashmir sem er hérað á norður Indlandi. Kasmír hefur fína áferð en er einnig sterk, létt og mjúk. Klæðnaður gerður úr kasmír er þekktur fyrir góða einangrun, um það bil þrisvar sinnum meiri en ull kinda. Kasmír er líka mýkri heldur en venjuleg ull.