Höfundar

Sandra Ýr Gísladóttir og Selma Blöndal Pálsdóttir

Hér að neðan kemur smá fróðleikur um íslensku ullina, hvernig hún var unnin, hvenær hún varð vinsæl meðal ferða manna og hvaða fatnaður er unnin úr ullinni. Farið verður yfir hverjir eiginleikar mismunandi garns er.

Mynd:Wool Yarn Rolls.jpg
Garn

Farið verður stuttlegar yfir hvernig ull var unnin og hverjir eru að vinna ullina í dag, litaflóruna sem er komin. Einnig segjum við frá því hvernig ullin er tvískipt og hvað er notað úr hverju fyrir sig.

  • Að vinna ull
  • Léttlopi
  • Álafosslopi
  • Plötulopi
  • Íslenska lopapeysan

Að vinna ull

breyta

Til þess að vinna ull þarf að rýja kind. Þegar búið er að rúna kindina þarf að þvo ullina og þurrka hana. Þegar ullin er orðin hrein þarf að kemba hana og síðan er hún spunnin. íslenska ullin hefur sérstaka hárgerð og því er auðvelt að búa til allskonar fatnað úr henni. Allt frá þunnum ullar undirfatnaði upp í mjög hýjan og góðan hlífðarfatnað. Hér áður fyrr var ullin unnin á veturna og það var ekki fyrr en eftir sláturtíð sem fólk fór að huga að því að vinna ullina. Fyrst var þelið skilið frá toginu og kallaðist það að taka ofan af ullinni. Síðan var ullinni kembt þannig að engir hnökrar sáust. Það sem var í kembunni var síðan spunnið í þráð. Togið var einnig vel nýtt en þráðurinn sem kom úr því var nýttur í að verpa skinnskó, búa til snjósokka

 
ull

íslenska ullin hentar í heilmargt sniðug sem dæmi vefnað, prjón og útsaum. ALveg til loka 19. aldar byggist allur vefnaður á Íslandi eingöngu upp á ull.


Íslenska ullin

breyta

Íslenska kindin gefur okkur einstaka ull, en ull af íslensku sauðfé skiptist í þel og tog. Það eru örfá sauðfjárkyn í heiminum sem hafa tvískipta ull.

 
kindur

í íslensku ullinni er þelið fínt, það er mjúkt og mjög liðað. Hárin eru ekki þétt heldur gefa þau ullinni fyllingu. Þelið er góð einangrun.

Seinna lagið sem heitir tog er lengra og grófara, það er vantsfráhrindnandi. Þelið er sá hluti sem ver kindina fyrir veðri og vindum.

Ístex

breyta

Þetta er fyrirtækið sem framleiðir ísleskan lopa úr ullinni af kindunum okkar. Þeir framleiða handprjónaband úr íslenskri ull í mismilum grófleika. Léttlopi, Álafosslopi og plötulopi eru unnin úr 100% ull. Sérstaða Ístex er sú að þeir eru með virkilega breytt og falleft litaúrval. Bæði eru þeir að vinna ullina þannig að hún sé í sínum náttúrulegu litum og einni í nánast öllum regnboga litum. ístex framleiðir fleiri tegundir af lopa en þær sem eru taldar upp hér að ofan, þær eru Álafosslopi, jöklalopi,einband, léttlopi, plötulopi og hosuband.


Einkenni íslenska lopans

breyta

Léttlopi er helmingi þynnri en Álafosslopi, þannig ef við prjónum úr tvöföldum léttlopa erum við komin í sömu þykkt og Álafosslopi. Plötulopinn er helmingi þynnri en léttlopi, þannig ef við prjónum úr tvöföldum plötulopa erum við komin í sömu þykkt og léttlopi. Grófasti lopinn af þessum er Álafosslopi, hann stingur talsvert meira heldur en plötulopi þar sem að plötulopinn er þynnri og mýkri viðkomu. Léttlopinn er einnig mjúkur en ekki jafn mjúkur og plötulopinn.

Íslenska lopapeysan

breyta

Það er ekki svo langt síðan að íslenska lopapeysan kom fram. Handprjónaðar lopapeysur voru mjög vinsælar í seinni heimstyrjuöldinni. Mynstrin í íslensku lopapeysunum byggjast mest megnis á mynstrum úr norskum peysum. íslenska lopapeysan hefur orðið gríðarlega vinsæl meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna. Talsverður iðnaður er á útflutingi þar sem bæði eru prjónaðar vörur og garn flutt út.

 
peysa

í upphafi var íslenska lopapeysan aðeins í þeim litum sem íslenska sauðkindin er í en með tímanum hafa bæst við litir. Einnig hafa þróast útfærslu á mynstrum og peysum í gegnum tíðina. Það var íslenska lopapeysan sem opnaðu markaðinn fyrir íslenskar ullarvörur út fyrir landsteinana.

 
prjón

Prjónar

breyta

Til eru allskonar gerðir af prjónum, í dag eru til tréprjónar, ál, plast, bambus og margar aðrar tegundir. Einnig koma prjónar í mismunandi sverleika og það fer eftir því garni sem maður er að vinna með hverju sinni hversu sverann prjóna maður notar. Síðan eru prjónar mis langir eftir því hvað eigi að prjóna, til þess að prjóna bol notar maður hringprjón en til þess að prjóna sokka eða vettlinga notum við sokkaprjóna sem eru 5 stakir prjónar.

 
prjónar

Eins og sjá má hér að ofan eru ýmsar fróðlegar og skemmtilegar upplýsingar sem má finna um lopa. íslenski lopinn er fjölbreyttur og hægt að nota hann á marga mismunandi vegu.


Hér að neðan eru síðan spurningar út frá textanum sem hægt er að ræða og eða finna upplýsingar út frá textanum hér að ofan. Það mætti lengi tala um íslenskt garn vegna þess að fyrirtækið sem vinnur það hérna heima er einnig að framleiða kambgarn, spuna og kembu. Kemba er óunnin ull sem á eftir að spinna til þess að það verði að þræði sem hægt að prjóna eitthvað fallegt úr.

Spurningar

breyta
  1. Hver munurinn milli lopa?
  1. Eftir hvaða fyrirmynd er íslenska lopapeysa ?
  1. í hvaða tvo parta skiptist ullin?
  1. Hvaða fyrirtæki vinnur ullina í dag?
  1. Hvernig var ullin unnin hér áður fyrr?
  1. Hvaða litir voru á lopa fyrst um sinn?
  1. Hvenær fór fólk að vinna ullina?
  1. Getur þú nefnt einhver dæmi um hvað megi búa til úr lopa ?


Heimildir

breyta

ístex.(e.d.).Fróðleikur. sótt af https://istex.is/frodleikur/

ístex.(e.d.). Lopi. sótt af https://istex.is/vorur/

Morgunblaðið. (1984). Verður ull okkar gull?. sótt af https://timarit.is/page/1589709#page/n31/mode/2up