Flosi Magnússon
Titill tengilsHér ætla ég að vinna námsritgerð um fullorðinsfræðslu í safnaðarstarfi með Þjóðkirkjuna í huga.
Inngangur
Inngangur
breytaInnan Þjóðkirkjunnar hefur lengi verið talað um formlega og markvissa fullorðinsfræðslu. Á vettvangi Kirkjuþings var hún fyrst til umræðu sem 26. mál árið 1990 og síðan öll árin til 2006 og þá sem 17. mál. Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar hefur starfað frá ? með námskeiðshaldi og er nú undir verkefnisstjórn síra Irmu Sjafnar Óskarsdóttur, en hún hefur skipulagt starfið og fengið til kennara s.s. séra Sigurjón Árna Eyjólfsson, en hann hefur verið með námskeið um evangelíska-lúterska trúfræði frá árinu 1993 og þróað þau. Einnig hefur prófessor Einar Sigurbjörnsson verið með námskeið um sálma. Skólinn er nú til húsa í Grensáskirkju, en var áður í Háskóla Íslands. Hann er fjármagnaður með hóflegum námskeiðsgjöldum og styrk frá Kristnisjóði. Markmið ritgerðarinnar er að gera tillögu að starfsháttum og námsskrá Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar.
Þjóðkirkja Íslands er evangelísk- lúthersk sbr. 62. gr. stjórnarskrárinnar. Skv. stjórnsýslulögum hennar frá 1999 fer hún með eigin fjármál skv. samningi þar að lútandi við ríkisvaldið og stýrir öllum innri málum sínum á Synodu, Kirkjuþingi og héraðsfundum. Þar til viðbótar eru safnaðarfundir undir stjórn sjálfstæðra sóknarnefnda, en til þeirra hafa kosningarétt meðlimir eldri en 16 ára.
Erindi Þjóðkirkjunnar í samfélaginu er að boða fagnaðarerindið (evangelium) um Jesú Krist á grundvelli kenninga Marteins Lúthers, f. ?, d ?. Erindi sínu sinnir kirkjan með þjónustu, boðun, fræðslu og bæn.
Hér verður fjallað um möguleika Þjóðkirkjunnar til fræðslu í samræmi við hefð hennar, nýja kennsluhætti, tækni og samskiptamöguleika. Forsenda umfjöllunarinnar er íslenskt samfélag árið 2007 í alþjóðlegu samhengi.
Skipurit
breytaStjórn LsÞ skipa 5 manns og er prófastur Íslands formaður hennar. Synodan og Kirkjuþing skipa sinn hvorn fulltrúann og sömuleiðis Guðfræðideild HÍ og Menntamálaráðuneytið.
Höfuðstöðvar skólans eru á höfuðborgarsvæðinu, en starfsstöðvar í prófastsdæmunum 15 í samráði við héraðsnefndir og sóknarpresta.
Fjárhagur skólans byggir á framlögum Kristnisjóðs, Menntamálaráðuneytis, héraðsnefnda auk skólagjalda og frjálsra framlaga.
Námsefnissýnishorn
breytaA) Forsendur. Bekkurinn: 2 kennslustundir ( fyrsta og síðasta) á misserinu. Námsgrein: - Fræði evangelískrar lútherskar trúar á Íslandi. Nemendahópurinn: -20 nemendur með mismunandi trúarlegan bakgrunn. Tilhögun: -Tvær samliggjandi stundir einu sinni í viku; heila önn. -Nemendur eru á aldrinum 18-99 ára. B) Markmið: Að gefa nemendum kost á að nema grundvallar atriði kristinsdómsins. C) Að námskeiðinu loknu er mitt markmið að nemendur hafi öðlast færni í hugtakanotkun viðkomandi umræðu og einnig færni í að leita sér upplýsinga á eigin vegum um þetta svið mannlífsins. D) Hvað er kennt: Fagnaðarerindið um Jesús Krist og útlistun á því. E) Kennsluform: Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verkefna. Í hverjum tíma verður “opnað” með völdum Bibliusögum, sem bæði kennari og nemedur sjá um. Verkefnin einkennast af túlkun nemenda á þeim; í því formi, er þeir ráða við: t.d. ljósmyndum, myndböndum og ljóðum. Allar fjölgreindirnar verða nýttar og þar sem kennarinn, ég, er ekki eins hæfur í mörgum nýjum tjáningarformum og aðrir; einkum ungt fólk þá mun ég hafa Fjölgreindarkenninguna á blaði, er verður nemendum einskonar samskiptamódel í kennslunni og umræðunni sem og í tjáningu þeirra.
2. Tvær lotur í kennslunni. (Fyrsta og síðasta)
Fyrsta kennslustundin: 80 mínútur með 15 mínúta hléi. Hér koma á eftir þeir áherslupunktar og tímasetning sem ég tel vera raunsæa.
Boðið góðan dag og nemendur lestnir upp. Þá eiga allir að kynna sig og fram skal koma þjóðerni, trúarlegur bakgrunnur og viðhorf til íslensku kirkjunnar í dag. Þessi þáttur tekur annan tímann af tveimur. Undirritaður kynnir sig einnig.
Seinni tíminn. Farið er beint “út í djúpu laugina” með eina sögu, sem þau þurfa að taka afstöðu til og val mitt þenna fyrsta tíma er sagan um miskunnsama Samverjann. Hópnum er skipt niður í 3ja manna hópa og þau fara út á gang eða frá um sinn og koma aftur með skýrslu um hvað fór þeim á milli, en áður hafði ég sett þeim fyrir að ræða markvisst um kjarnann (pointið) í sögunni og svara því hvort þau þekki viðkomandi hópa í okkar þjóðfélagi í dag. Nemendur fá stundarfjórðung í spjall en 3 mínútur til að gera grein fyrir því sem þeir spjölluðu um.
Síðasta kennslustundin. ( Hún er einnig 80 mínútur með hléi) Eftir að hafa farið í gengum 15 biblíusögur kemur að því að nemendur meti sjálfir hvað þeir hafa reynt og numið á námskeiðinu. Gagnrýn hugsun og upprifjun á námsefninu skal vera í forgrunni. Markmið mitt er að þróa minn þátt í kennslunni og einnig gefa nemendum þá tilfinningu að þeir verði virkir og ábyrgir í því að einskonar heildarmynd hafi verið dregin upp af hinni evangelísku-lúthersku kirkju á Íslandi. Það skal tekið fram að í kennsluferlinu hafa nemendur tekið virkan þátt í að skapa, á fjölgreindarlegan hátt, ýmsar lausnir við að kynna viðhorf sín og gefa boltann til baka til kennarans. Nemendur vinna á eigin vegum fyrri tímann en í þeim seinni taka þeir allir til máls og segja sitt álit. Forsenda þessa tjáningaforms er að nemendur finni fyrir öryggi og gleði í að vera með í þessari síðustu kennslustund, en það öryggi hefur verið byggt upp allan tímann smátt og smátt með þá meðvitund kennarans að nemendur eru ólíkir og hafa misjöfn hlutverk í hópi, en að þegar upp er staðið séu allir nemendur sér meðvitaðir um að þeir eru velkomnir; ekkert sem hugsað er eða sagt er “rangt”.
Kennari líkur kennslustundinni með “persónulegum” orðum um hvern og einn í hópnum og óskar þeim velfarnaðar.
B) Námsmat. Mín aðferð að meta nemendur er s.k. “jafningamati” þar sem stuðst er við hugmynd að formi frá Kennaraháskólanum, er leikkonur hafa búið til. Þar er áhersla lögð á framsögn og skýrleika. Mín útfærsla er eftirfarandi: Ég kanna: Þátttöku hvers og eins í umræðunni. Viðmót einstaklinganna gagnvart öðrum nemendum og kennurum, víðsýni og umburðarlyndi. Einnig eru atriði sem snúa að mætingu og ástundun, stundvísi og ábyrgð í hópastarfinu. Þar sem inntak námsins er trúfræði má næsta halda að ég vildi kanna hvort nemendur hafa skilið hinn “rétta” skilning á hinni evangelísku lúthersku trú, en ég byggi námið fyrst og fremst á gagnkvæmni við nemendur og því er s.k. “díalóg” aðal kennslunnar og nemendur eru virtir af eigin verðleikum en ekki trúarsannfæringu.