Hvað er auðlind? Auðlind er uppspretta einhvers sem færir þeim sem notar uppsprettuna auð. Auðlind getur verið t.d. fiskurinn í sjónum, jarðvegurinn sem ræktað er í, hreint loft og landsvæði. Náttúruauðlindir eru t.d. Grunnvatn, yfirborðsvatn, frjósamur jarðvegur, gróður, málmar, jarðhiti, orkulindir og fiskur. Auðlindum jarðar má skipta upp í 3 flokka. Auðlindir sem endurnýjast, Auðlindir sem endurnýjast ekki og Auðlindir sem endurnýjast með takmörkunum. Endurnýjanleg orka er: Sólarorka, vindorka, vatnsorka og sjávarfallaorka. Orka sólarinnar sér um endurnýjun þeirra. Einnig er hægt að tala um endurnýjanlega orkugjafa með takmörkunum, þeir eru jarðhitaorka og viður. Ísland býr yfir miklum möguleikum til að nýta endurnýjanlega orkugjafa. Mikilvægustu orkuauðlindirnar þar eru vatnsorka og jarðhitaorka. Við íslendingar erum alltaf að átta okkur betur og betur á því að gæta þarf vel að náttúrunni við nýtingu á þessum náttúruauðlindum.


Auðlindarhugtökin eru ótal mörg ef við horfum örlítið kringum okkur í tíma og rúmi. Þannig voru mómýrar á Íslandi mikilvæg auðlind áður fyrr en eru það ekki lengur. Auðlindir eru háðar stað og tíma. Vatnsorkan er ein af mikilvægustu auðlindum Íslendinga í dag en áður fyrr voru fallvötnin fáum til gagns og aðallega farartálmar. Orka fallvatnanna var hins vegar í raun og veru alls engin auðlind fyrr en til sögunnar kom tækni sem gerði mönnum kleift að virkja hana.


Ein af mikilvægustu auðlindum okkar íslendinga er fiskurinn í lögsögu okkur. Við íslendingar búum að einhverjum gjöfulustu veiðislóðum í norður Atlandshafi. Sjávarútvegur átti þátt í að breyta Íslandi frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í byrjun 19. aldar í eina af efnuðustu þjóðum heims um aldamótin 2000. Gæta þarf að þessari auðlind til að viðhalda stærð fiskistofnanna. Þess vegna er aflamarkskerfi eða fiskveiðistjórnunarkerfi á íslandi sem segir til um hversu mikið magn má veiða af hverri fisktegund á tilteknu tímabili og að fiskveiðar séu í senn hagkvæmar og sjálfbærar með tilliti til nýtingar og viðhalds auðlinda


Ketilás

Heimildir: Vísindavefurinn. Sótt 23.08.2016 af http://www.visindavefur.is/svar.php?id=60548 Hilmar Egill Sveinbjörnsson. (2013) Um víða veröld. Reykjavík. Forlagið. Wikipedia. Sótt 23.08.2016 af https://is.wikipedia.org/wiki/Sj%C3%A1var%C3%BAtvegur_%C3%A1_%C3%8Dslandi