Konurnar í Hringadrottinssögu


Námsmarkmið

· Kenna nemendum á aldrinum 16 til 19 ára að tala um félagsleg málefni í skjóli skáldskapar og reyna þannig að leys úr læðingi persónulegar skoðanir sem geta fundið sér farveg í bókmenntum.

· Hringadrottinssaga (Lord of the Rings) eftir J.R.R. Tolkien er mögnuð saga um hetjudáð, fórnir og þrautseigju einstaklingsins til að ná fram því besta í sjalfum sér á sem verstum tímum


· Í sögunum eru nokkrar konur sem hafa bein og óbein áhrif á hversu vel Frodo tekst hlutverk sitt. Femínisminn er ekki augljós öllum í byrjun en kemur svo í ljós við nánari athugun.


· Konur eru líka mjög sterkir einstaklingar – karlarnir eru ekki einu verndararnir í sögunum.

· Galadríel, Arwin og Éowyn.

· Allar eru þær kraftmiklar og ákveðnar konur – en hver á sinn hátt.

· Konur þurfa ekki allar að vera steyptar í sama mót til að geta haft mikil áhrif – eins og þessar konur sína fram á.


· Éowyn tók þátt á bardögum við hið illa og hafði afgerandi áhrif á heildarmyndina.

· “But no living man am I! You look upon a woman.” (LOTR part 3, bls 129) – Þetta voru orð Éowyn er hún stóð andspænis Nazgúl kónginum.

· Á þessu augnabliki sannaði hún að það er ekki alltaf nauðsynlegt að vera karlmaður.

· Konan var máttugri en her karlmanna!


· Arwin er dóttir Elrond Álfakonugs og er því mjög öflugur karekter í sögunum.

· Hún kemur ekki fram sem hermaður í bókunum heldur er hún einskonar boðiberi friðar og vonar í augum Frodo og félaga.

· Hún er samt sem áður mikilvægur drifkraftur fyrir Aragorn og trú hans á sigur sinna manna.


· Galadríel tekur ekki beinan þátt í bardögunum – en hún hefur samt sem áður mikil áhrif á gang mála.

· Galadríel hefur sérstaklega mikil og sterk áhrif á það erfiða verkefni sem Frodo þarf að takast á við.

· Án hennar hefði Frodo líklega ekki tekist ætlunarverk sitt.


· Samvinna kvenna og karla er besta leiðin til að ná árangri – og á það einnig við í raunveruleikanum.


Námsmat

· Kennarinn tekur niður punkta í umræðutímanum og vegur og metur hversu vel nemendur komiasínum skoðunum á framfæri með því að haka við tékklista sem hefur verið unnin áður.

· Nemendur skila stuttri ritgerð um hlutverk kvenpersónanna og hvernig femínismi kemur fram í bókunum. Ritgerðin á að vera 3 - 5 bls