Matreiðslubók/skúffukaka

Skúffukaka

breyta

Hráefni

breyta
  • 2 egg
  • 200 gr sykur
  • 225 gr hveiti
  • 2,5 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 msk kakó
  • 1,5 dl mjólk
  • 150 gr smjörlíki

Aðferð

breyta

Smyrjið skúffuna og hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjörlíkið. Þeytið eggin og setjið sykurinn út í. Þeytið aðeins meira. Kakói, lyftidufti og hveiti sigtað út í og mjólk og vanilludropar sett út í líka. Hrærið lítillega saman við. Smjörlíkinu hellt út í og hrært saman. Bakað í ca. 15 mínútur.

Glassúr

breyta

Hráefni

breyta
  • 250 gr flórsykur
  • 2 msk kakó
  • soðið vatn eða kaffi

Aðferð

breyta

Sigtið kakó og flórsykur og vatninu/kaffinu hrært saman við. Má setja nokkra vanilludropa út í. Þessu er smurt yfir skúffukökuna þegar hún er orðin köld.

Verði ykkur að góðu!

breyta