Matreiðslubók/Vatnsdeigsbolla
Einföld uppskrift af vatnsdeigsbollum
Hráefni
breyta- 4 dl vatn
- 160 g smjörlíki
- 250 g hveiti
- 1/4 tsk lyftiduft
- 5 egg ef mótaðar með skeið, 6 ef notuð er rjómasprauta.
Matreiðsla
breytaVatn og smjörlíki sett í pott og suðan látin koma upp.
Hveitinu og lyftiduftinu bætt saman í pottinn og hrært hraustlega í með sleif þar til myndast hefur slétt og samfellt deig sem sleppir pottinum.
Hitinn tekin af og kælt aðeins.
Eggjunum hrært saman við einu í einu, hrært vel á milli.
Sett með skeið á bökunarplötu, 1 msk í hverja bollu.
Bakið í ofni í 30 — 35 mín. við 210°c (200°c í blástursofni.)
Varist að opna ofninn fyrr en vel er liðið á baksturstímann.
Bollurnar eiga að vera fallega ljósbrúnar, léttar og frekar stökkar að utan.
Ágætt að prófa að taka eina bollu og gá hvort hún er bökuð í gegn, ef svo er ekki má láta þær bakast sirka 5 mín. til viðbótar.