Matreiðslubók/Ungversk gúllassúpa

Ungversk gúllassúpa getur hentað sem veislumatur eða bara hvers dags.

Innihald breyta

  • 700 gr. nautagúllas
  • 2 stk. laukar
  • 3 stk. hvítlauksrif
  • 3 msk. olía til steikingar
  • 1,5 msk. paprikuduft
  • 1,5 l vatn
  • 2 msk. kjötkraftur eða 2 teningar
  • 1 tsk. kúmenfræ
  • 1-2 tsk. meiran
  • 700 gr. kartöflur (8 meðalstórar)
  • 2-3 stk. gulrætur
  • 2 stk. paprikur
  • 4-5 stk. tómatar

Aðferð breyta

  1. Laukur saxaður, hvítlaukur pressaður, kjötið skorið í bita og allt steikt í olíunni.
  2. Paprikuduft, vatn, kjötkraftur, kúmen og meiran sett út í og allt látið sjóða í 40 mínútur.
  3. Kartöflurnar eru flysjaðar, gulræturnar bitaðar og bætt út í. Allt er síðan látið malla í 30 mínútur í lokin.
  4. Kryddið með ef þarf. Gott er að bera fram með hituðu smábrauði.