Matreiðslubók/TomKaGai Kókoskjúklingasúpa

Kókos-kjúklingasúpa Tom Ka Gai

Innihald
200 gr kjúklingabringur / 1 lítil kjúklingabringa
3 msk olía
2 dósir kókoshnetumjólk
2 bollar vatn
2 msk hökkuð/söxuð engiferrót
1 rauð paprika skorin í fína strimla
4 msk fiskisósa (fish sauce)
1/4 bolli lime-safi
1/4 msk cayenne pipar eða rautt chiliduft
1/2 tsk turmeric duft
1 msk söxuð fersk kórianderlauf (chopped fresh cilantro)
2 msk þunnsneiddur vorlaukur (green onion)

Aðferð
Skerðu kjúklinginn í þunna strimla og steiktu í olíu (t.d. á wokpönnu)í 2-4 mínútur eða þar til kjúklingakjötið er orðið hvítt
Settu kókosmjólkina í pott með vatninu og hitaðu að suðu
Minnkaðu hitann
Bættu engifer, fiskisósu, limesafa, cayenne pipar og turmeric í pottinn
Settu kjúklinginn og paprikuna í pottinn líka
Sjóða í 10-15 mínútur

Settu á diska og stráðu yfir kórianderlaufum og vorlauk
Berðu þetta fram snarpheitt


jonfreyr@jonfreyr.com