Matreiðslubók/Spaghetti bolognese

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Spaghetti bolognese.

500 grömm ungnautahakk 2-4 gulrætur 3 stilkar af sellerí 1 rauð paprika 1 stór laukur 1 hvítlaukur ½ lítri pilsner eða ½ flaska rauðvín 3 dósir af hökkuðum tómötum 1 stór dós tómatpuré 6 súputeningar Honning 1 matskeið basilikum 1 matskeið oregano ½ teskeið fennel Nokkrar slettur af tabasco sósu Salt og pipar

Aðferð fyrir Spaghetti bolognese:

Hakkið er þurrsteikt á pönnu með súputeningunum. Grænmetið skorið smátt og mýkt í potti með olíu, þar til laukurinn er orðinn glær. Þá er hakkið sett út í ásamt kryddi og látið malla í cirka 5 mínútur en þá tómötunum og tómatpuré bætt út í . Látið þetta malla í 5 mínútur og setjið þá bjór eða rauðvín út í. Látið þetta malla í 2-3 tíma þar til þetta er mátulega þykkt. Berið fram með spaghetti, salati og brauði.