Matreiðslubók/Spínatlasagna
Spínat lasagna
breytaFyrir 6
450 gr. (frosið) spínat
500gr. kartöflur
2 laukar
1 rauður chilli
Krydd 1/3 tsk múskat
1 tsk cummin
2 ½ tsk karrý
1 ½ dós kókosmjólk
1 teningur grænmetiskraftur
Byrjað á að sjóða kartöflur. Fínsaxið lauk og mýkið vel í potti, fínsöxuðum chilli bætt út í. Kryddum blandað saman við lauk og chilli og hrært í ½ mínútu. Kókosmjólkinni bætt út í og látið malla í 5-10 mínútur.
Safinn úr spínatinu er kreistur vel úr, sett saman við og soðið með í smá stund. Kartöflurnar stappaðar og sett saman við jukkið. Saltað og piprað í lokin.
Sett saman í mót: Mauk, grænt lasagna, mauk og osti stráð yfir frá lagi 2 af mauki. Alls sett 3 lög af lasagna plötum - mauk efst og ostur yfir. Bakað í ofni í ca 20 mín.