Matreiðslubók/Spænskur fiskréttur
5-700 gr. rauðspretta eða annar fiskur
1 dós hrein jógúrt
1 msk. pestó
fetaostur
ólífur
Fiskurinn beinhreinsaður og settur í eldfast mót. Jógúrt og pestó blandað saman og hellt yfir fiskinn.
Ólífur sneiddar niður og dreift yfir fiskinn ásamt fetaostinum.Bakist í 20-30 mín í ofni við 200° hita.
Gott að bera fram með snittubrauði og salati. Verði ykkur að góðu :)