Matreiðslubók/Skinkusalat

Skinkusalat er gott ofan á brauð eða með kexi.

  • Ca. 1 bréf skinka
  • 1 rauð paprika
  • 1 dós sýrður rjómi
  • Sýrð gúrka (agúrkusalat)
  • Rauðlaukur 1/2-1

Skinka, paprika, sýrð gúrka og rauðlaukur skorin í bita og öllu blandað út í sýrða rjómann.