Matreiðslubók/Súkkulaðikaka með pekanhnetum

Súkkulaðikaka með pekanhetum

5 msk. smjör

100 g suðusúkkulaði

3 egg

3 dl sykur

1 tsk. vanilludropar

1½ dl hveiti

1 tsk. salt

4 msk. smjör

1 dl púðursykur

2 msk. rjómi

1 poki pekanhnetur eða valhnetur

100-150 g suðusúkkulaði,saxað.


Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði og geymið.

Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið vanilludropunumút í eggjablönduna.

Þá er þurrefnunum bætt varlega saman við.

Hellið nú súkkulaðinu saman við deigið og hellið því svo í form.

Kakan er bökuð í 15 mínútur við 175 C.


Á meðan kakan er í ofninum hitið þá í potti 4 msk. af smjöri, 1 dl af púðursykri og setjið síðast rjómann.

Látið blönduna sjóða í um eina mínútu.

Þegar kakan er tilbúin er einum poka af pekan- eða valhnetum dreift yfir kökuna og síðan er púðursykurskaramellunni hellt yfir.

Kakan er síðan sett aftur í ofninn og bökuð áfram í u.þ.b. 20 mínútur.

Þegar hún er fullbökuð er 100-150 g af söxuðu suðusúkkulaði stráð yfir kökuna.


Frábær eftirréttur með sterku, góðu kaffi.


Uppskrift tekin af: http://epaper.visir.is/media/201004030000/pdf_online/2_6.pdf