Matreiðslubók/Sælgætisostakaka

Sælgætisostakaka hentar sem eftirréttur eða til hátíðabrigða.

Innihald

breyta
  • 2 bollar mulið Homeblest
  • 75 til 100 g smjör, brætt
  • 500 g rjómaostur
  • 6-8 msk. kaffilíkjör (Kahlúa)
  • 150 g mulið Mars (einnig hægt að nota Daim eða Snickers)
  • 5 dl þeyttur rjómi
  • (2 til 3 matarlímsblöð)

Aðferð

breyta

Kexmylsnu og smjöri er blandað saman og þjappað í formbotn. Rjómaostur þeyttur og líkjöri bætt út í. Mars er brætt, kælt og loks sett út í rjómaostblöduna. Þessu er svo helt ofan í formið. Kakan er mjúk en sé matarlími bætt út í helst hún stíf.