Matreiðslubók/Rice Krispies kransakaka

Rice Krispies kransakaka

breyta
  • 480 g Nóa Síríus súkkulaðihjúpur
  • 1 lítil dós síróp (grænu dósirnar)
  • 150 g smjör
  • 280 g Kellogg´s Rice Krispies
  • 200 g Nóa Síríus suðusúkkulaði
  • sælgæti til skrauts ef vill

Setjið hjúpsúkkulaðið, síróp og smjör í pott. Hrærið stöðugt í á meðan súkkulaðið er að bráðna. Hitið vel í 2 mínútur og haldið áfram að hræra.

Í þessa köku eru notuð 18 kransakökuform. (Hægt er að leigja slík form í Pipar og salt við Klapparstíg).

Smyrjið formin með svolítilli olíu og fyllið hvert form með Rice Krispies blöndu. Þrýstið blöndunni vel ofan í formin og mótið hringina svolítið þykka. Látið hringina stífna vel áður en þeim er raðað saman. Gott er að setja þá í ísskáp, það þarf þó ekki heldur má láta þá bíða við stofuhita t.d. yfir nótt. (Fljótlegast er að þrýsta blöndunni yfir mótin þannig að allur hringurinn sé þakinn blöndu og síðan er skorið á milli hringjanna með hníf áður en þeir stífna.)

Losið hringina úr formunum og festið þá saman með bræddu Nóa Síríus suðusúkkulaði. Límið sælgætið á með bræddu súkkulaði eða festið það á með tannstöngli. Geymið kransakökuna á svölum stað fram að notkun.

Þar sem páskarnir eru á næsta leyti er tilvalið að skreyta hana með páskaeggjum frá Nóa Síríus sem eru fáanleg í ýmsum stærðum. Hlaupkarlar og gullmolar frá Nóa Síríus eru líka skrautlegt og fallegt skraut.