Matreiðslubók/Rækjuréttur

  • 1 peli rjómi
  • 3 msk majones
  • karrí eftir smekk
  • 1 pakki kryddhrísgrjón t.d mild curry frá Bachelor
  • 1-2 pokar hrísgrjón (soðin)
  • 1 dós maísbaunir
  • 1 dós sveppir
  • 250 gr rækjur

Rjóminn er þeyttur og majonesi og karríi blandað saman við. Grjónin soðin og þeim blandað saman við. Maísbaununum, sveppunum og rækjunum blandað út í. Allt sett í eldfast mót og rifinn ostur látinn yfir. Hitað í ofni við 180-200 í c.a 40 mín. Þessi réttur er rosalega góður kaldur þannig að það er mjög gott að búa til 2 til 3 uppskriftir í einu.