Matreiðslubók/Piparkökur

Nýbakaðar piparkökur.

Hráefni breyta

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Matreiðsla breyta

Ofninn er hitaður í 200°C. Öllu þurrefni blandað saman í stóra skál og hrært vel. Smjörlíkið mulið saman við þurrefnin, gott að láta það standa út á borði við stofuhita svo það verði mýkra og auðveldara að hræra því samanvið frekar en taka það beint úr ísskápnum. Búin er til holu í deigið og sírópi og mjólk helt í holuna og allt hrærið vel saman.

Því næst er deigið sett á borð og hnoðað vel og flatt út með kökukefli. Svo eru kökurnar formaðar úr útflöttu deiginu. Til þess má nota hvað tilfallandi ílát eins og glös ef fók vill hafa þær kringlóttar eða með tilbúnum myndaformum sem fást víðast hvar. Kökurnar eru síðan settar á plötu og bakaðar í miðjum ofninum í um 10 mínútur.

Skreyta má svo kökurnar með glassúr.

Wikipedia hefur upp á að bjóða efni tengt: