Matreiðslubók/Mexíkósk kjúklingasúpa með sýrðum rjóma

Mexíkósk kjúklingasúpa með sýrðum rjóma (Frá Telmu Matthíasdóttur einkaþjálfara í Hress) breyta

  • 2 laukar
  • 4 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2 msk olía

Þetta er gyllt saman í stórum súpupotti og síðan er eftirtöldu hráefni bætt út í:

  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 1 kjúklingateningur
  • 1 (eða 2 litlir) nautakjötsteningur
  • 500 ml (5 dl) vatn
  • 1 lítri Rynkeby tómatdjús
  • 1 msk. Kóríanderduft (gott líka að smakka til svo það verði ekki of sterkt)
  • 1 tsk cayenne pipar (gott líka að smakka til svo það verði ekki of sterkt)
  • 1 poki (ca.1 kg) af frosnum kjúklingabringum fást í Bónus

Látið malla saman í pottinum í um það bil hálftíma.

Ég hafði með þessu sýrðan rjóma, rifinn ost og Nachos (blái pokinn – American)

Verði ykkur að góðu, Dagmar