Matreiðslubók/Mexíkósk kjúklingasúpa

Mexikönsk kjúklingasúpa - fyrir ca 6 manns breyta

Olía
1stk Laukur
1stk Paprika
0.5dós Rjómaostur, hvítlauks... úr Bónus
1peli Matarrjómi
1dós Salsasósa (best partý sósan - í stóru krukkunum) – fæst í Bónus
1-2 stóra kraft teninga (kjúklinga/grænmetis)
ca. 3 kjúklingabringur

Kryddið kjúllann og setjið inní ofn í ca. klukkutíma, hitið olíu í þokkalegum potti, hendið lauknum og paprikunni (skorið) útí og látið malla í smá tíma. Má nota allt grænmeti sem vill eða er að fara að skemmast.......hellið salsasósunni oní pottinn og jafn miklu af vatni (1 dós), ásamt súputeningunum ( sem ég bræði alltaf í vatni) hitið að suðu og látið þá rjómann og rjómaostinn útí (ég nota oft aðeins meira en hálfadós - smakka súpuna bara aðeins til)....kjúllann rífið þið þar næst ofaní......og látið malla í ca. klukkutíma.

Berið súpuna svo fram með
avakadósósu
sýrðum rjóma
ostasósu
nacchos-flögum
rifnum osti

Njóttu vel :)