Mate er te sem er mikið drukkið á svæðinu í kringum Río de la Plata ánna í Suður Ameríku. Það fæst líka í tebúðum hér á landi. Leiðbeiningar fyrir undirbúning þess fékk ég héðan [[1]]

  • Fyrst þarf að hita vatn, og er mikilvægt að það sé í kringum 70 til 80 gráðu heitt.
  • Mate-bollinn er síðan fylltur 3/4 af mate telaufum.
  • Síðan er örlítið af vatni hellt við brúnina á bollanum og rörið sett þar.
  • Síðan er teið drukkið í gegnum rörið og vatni bætt í eftir því sem við á.